Heiðarleiki og forgangsröðun hagsmuna

Ég dáist að kjarki þeirra "þremenninganna" að sýna sig tilbúin að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, með því að neita að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning ríkisstjórnarinnar. Það er sterkt merki þess að þar var ekki farið eftir hefðbundnum aðferðum úrelts flokksræðis með annars konar viðmið. Var það ekki einmit eitt af megin stefnumiðum Borgarahreyfingarinnar að taka upp nýjar aðferðir að því leyti?

Fyrir kosningar var ekki vitað að ný stjórn, sem reyndist verða vinstri stjórn í samræmi við þjóðarandann í kosningunum, myndi leggja Icesave-málið upp eins og gert var: Að reyna að keyra málið hratt gegnum Alþingi að vilja ríkisstjórnarinnar og án þess að úr því hefði verið fyllilega skorið hver greiðsluskylda Íslands er gagnvart viðsemjendunum Bretlandi og Hollandi.
Þegar sú ætun ríkisstjórarinnar lá fyrir, að skella óskiljanlega háum upphæðum eins og raun ber vitni á skattborgara Íslands að ósekju, þá virtist mér þremenningarnir gera sér grein fyrir vanköntunum á þeirri málsmeðferð og reyna að koma í veg fyrir það með tiltækum ráðum. Gjaldmiðillinn á Alþingi er atkvæði og gengi hans er hátt nú um stundir.
Umrædd byrði af Icesave-nauðungarsamningunum, eins og þeir lágu fyrir, er miklu meiri en einhver hugsanlegur "ávinningur" af umsókn um aðild að ESB í framtíðinni. Hvernig á þjóðin að geta risið undir t.d. 40-70 milljarða greiðslubyrði á ári þegar ráðuneytin eiga fullt í fangi með að skera niður útgjöld ríkisins um 50 milljarða núna í ár. Ímyndið ykkur ef skera þyrfti aukalega niður núna um aðra 50 milljarða í ár! Það gengur ekki að óbreyttu! A.m.k. myndi þá mikið breytast i kjörum landsmanna. Um það snýst málið ekki síst.

Þetta eru hinir meiri hagsmunir sem mér virðist þremenningar hafa reynt að ganga erinda þjóðarinnar fyrir eins og þeir lofuðu, fremur en hina minni um ótímabæra aðildarumsókn að ESB. Það er stórt íhugunarefni fyrir þjóðina hvers vegna fulltrúar ríkisstjórnarinnar tóku ekki tilboði þremenninganna. Er þá ríkisstjórnin að vinna að sem mestum hagsmunum fyrir þjóðina með því að vilja samþykkja að því er virðist óréttilega háar skuldbindingar fyrir hönd almennings? Hún verður þá að leggja þau spil á borðið sem sýna almenningi að réttlætanlegt sé að samþykkja þennan nauðungar"samning".

Ég hef ekki séð það af fréttum að almenningur á Íslandi sé tilbúinn að "færa fórnir" af þessu tagi í blindni. Þar virðist ríkisstjórnin því tala fyrst og fremst fyrir sig og flokksforystu sína.
Þremenningarnir virðist mér hafa leitast við að tala máli almennings í þeirri stöðu sem upp var komin. Það finnst mér heiðarlegra en að halda til streitu málefni sem varða minni hagsmuni í stöðunni.


mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband