Öfganna á milli er blindir fá sýn

"Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi." (Mt 11.5). Það er magnað hvernig orð sem þessi fá sífellt nýja útleggingu!

"Öfganna á milli", má segja að þessi frábæra frétt sýni og að ekkert sé Guði ómögulegt: Þarna virðist sem hann hafi breytt m.a. komma í guðstrúarmann, bláu í rautt, úlfum í fórnarlömb, Samfylkingarfólki í samfylkingarfólk, óeiningu í einingu, sundrungu í sameiningu, einstaklingum í þjóð, sérhagsmunahyggju í þjóðarhagsmunahyggju, og þannig mætti lengi telja.

Hann hefur hér sannarlega gefið "blindum" nýja sýn á ófagnaðarerindið sem skuldsettri þjóðinni hefur verið flutt undanfarið í samkunduhúsinu við Austurvöll (þ.e. að vestanverðu!). Það er sannkallað fagnaðarefni.


mbl.is Kommar, íhald og guðsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

..."Samfylkingarfólki í samfylkingarfólk"...góður

Haraldur Baldursson, 14.8.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband