Verðtrygging neytendalána hamlar launahækkunum

Ein helstu rökin nú, eins og áður, fyrir "hóflegum" launahækkunum er yfirvofandi ógnin um hækkun verðtryggðra lána vegna afleiddrar aukningar á verðbólgu í kjölfarið. - Að sjálfsögðu hefur verðbólga af öðrum almennum ástæðum eins og verðhækkun vöru og þjónustu þar sitt að segja til viðbótar.

Meðal annars í auglýsingum undanfarið hefur verið hamrað á því að launahækkanir muni meðal annarra verðbólguvalda leiða til hækkunar á verðtryggðum skuldum launþega og þess vegna verði launþegar að stilla kröfum sínum um launahækkanir í hóf, sjálfum sér til hagsbóta.
Þessi rök hafa ávallt verið uppi á samningaborðinu við gerð almennra kjarasamninga undanfarna áratugi. 

Þetta sýnir enn og aftur að launþegar (og almenningur) þurfa að komast út úr vítahring verðtryggðra lána svo að lánamál og skuldastaða þeirra standi ekki í vegi fyrir kjarabótum þeim til handa í formi launahækkana.

Framsóknarflokkurinn hafði þetta sem eitt af stefnumálum sínum fyrir síðustu kosningar, að stemma stigu við verðtryggingu neytendalána, enda er það réttlætismál að lántakendur beri ekki einir sér 100% áhættu af verðþróun eins og verið hefur og greiði fullar verðbætur samkvæmt henni auk vaxta.
Nú er starfandi nefnd sérfræðinga á vegum forsætisráðherra um hvernig hægt verði að koma því við. Á nefndin að skila niðurstöðum sínum og tillögum á næstunni. Allir hlutaðeigandi bíða spenntir; Lántakendur fullir eftirvæntingar, en lánveitendur ef til vill ekki eins hressir.


mbl.is Rjúfa verður vítahring verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

CIP er úrtak úr hluta  GDP sem söluskattskylt NB.

household consumption: 68.6% af GDP USA


lowest 10%: 2%
highest 10%: 30% (2007 est.)

80% er því 68% af 68,6% = 46,45%.

Einstaklingar CPI [neytendaverðvísir] úr þessum hóp versla 46,45% af total vsk GDP.   Á hverju ári er valinn nýr úrtakshópur sem skila inn kvittunum, úr þess safni er búið til vegið meðaltal fyrir allt sem keypt var og staðgreitt [ekki borgað með 45 ára veðskuldum] og hvar var keypt.  
Á hverju ári er  farið í valda sölu aðilið í hverjum mánuði eða hringt í þá , og skráðar verðbreytingar.   Þetta er í samhengi hlutabréfamarkaðar þar sem liðið kaupir mest frá stærstu  risum USA.  Leiðrétt er ef innhald í pakkningu er annað. Vínber frá S-Afríku eru ekki Vínber frá Kalíforníu. Líka er haldið um gæði =verðflokka  


Neyslu vísi tala [Consumption index number miðað við allt  GDP  og breytir vægi þessi selda að því er virðist að geðþótta og skiptir engu máli hver seldi .     

Skipting á GDP á Ísland:

household consumption: 53.7%
government consumption: 25.3%
investment in fixed capital: 14.5%
investment in inventories: 0.3%
exports of goods and services: 59.4% [skilar vsk. erlendis sem vex með gæðum]
imports of goods and services: -53.3%

hér sést að innfluttingur er hluti Landframleiðslu. Það skiptir öllu að raunvirði hans sé sem hæst. Því Útflutinngar skilar Service auka erlendis.  

Í USA og UK er max 1,99% raunvextir á 30 ára veskuld og mælast í góðærum .  Tölfræði sanna að ekki má gera ráð fyrir meira en 150% verðbólgu[hagvexti] næstu 30 ár [ef veðaflosunformúla kennd við Irwing Fisher á ekki klikka] á fastalaun þegum í grunni. Borgi lið meira en 2 hús fyrir eitt minnkar Vsk.GDP í risum USA.    Fasteignverð lækkar.

Lið þar er ráðlagt af fasteignsölum og öllum lögfræðingum USA að taka ekki veðskuld ef álagið vextir í upphafi eru meira en 120% . Það er Útborgun 10 millur þá til baka 22 millur fyrir þá tekju hærri.  


Íslendingar eru ekki með viðskipta fjárlæsi.  Sumir er góðir í stærðfræði . Allir hinir eru Undergatate. Sumir er sniðugir og kaupa ráðgjöf frá UK til spila á vísitölur hér.

Hér þarf engar verðbætur á móti , ef raunvexir lækka [verða alþjóðlegir] og vextir faxtir allan tíma eða breytt á fimm ára fresti.

Félgslegur sjóður getur lánað án raunvaxta , bara í fjölbýli og miðað hámarks fertra fjöld per búseta.   Bankar sjá svo um afganing. Þeir vita um reglur á EES í dag. Ég [Banki] verða að eiga Prime AAA veðsafn, til veðsetja innstreymi farmtíðar, til losna vexti Seðlabaka.   

Júlíus Björnsson, 12.1.2014 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband