Lífeyrissjóðakerfi og fjárfestingar

Í pistli sínum í dag, 8.2.2014, heldur Páll Vilhjálmsson því fram að lífeyrissjóðir séu í gíslingu forstjóra stórfyrirtækja og færir fyrir því sterk rök með nærtækum dæmum. Vitnar Páll í því sambandi í merkilega og umhugsunarverða grein Einars Sveinbjörnssonar stjórnarmanns í Söfnunarsjóði lífeyristrygginga í Morgunblaðinu í dag (Lífeyrissjóðirnir og N1, bls. 34) sem varar þar við myndun „elítulífeyriskerfis“ fyrir hálaunaða stjórnendur eins og dæmi er um hjá olíufélaginu N1 (sem áður seldi vörur sínar undir merkjum Esso).
Jafnframt ábendingum um hættu á þvílíkri og annars háttar spillingu innan núverandi lífeyrissjóðakerfis bendir Páll á að breytinga á því sé knýjandi þörf með tilheyrandi lagabreytingum. Ég er sammála ábendinum Páls í þessa veru.

Núverandi lífeyrissjóðakerfi með söfnunarsjóðum er komið út í algjörar ógöngur eftir áföll við hrunið 2008 og nú orðið innan gjaldeyrishaftanna þar sem fjárfestingarmöguleikar sjóðanna takmarkast við atvinnulíf og valkosti á Íslandi. Gífurlegt tap varð hjá lífeyrissjóðum við hrunið upp á mörg hunduð milljarða króna og í kjölfarið kom núverandi ástand með stórlega skertum ávöxtunarmöguleikum og óásættalegri fjárfestingaráhættu undir gjaldeyrishöftunum með fyrirsjáanlega hörmulegum afleiðingum fyrir lífeyrissjóðina/spariféð og efnahagslífið í heild. Og, áfram er stórfé (12% eða meira af öllum launum) dælt mánaðarlega í stútfulla lífeyrissjóðina! Þetta ætti að vekja hugsandi fólk til umhugsunar. Spurningin er hvort nægilega margir  þingmenn átti sig á þessu.

Augljósasta leiðin til skoðunar út úr þessum ógöngum er að taka upp gegnumstreymiskerfi eins fljótt og verða má, eins og tíðkast í flestum löndum Evrópu/erlendis. Þar með ætti jafnframt að sparast óhemju rekstrarkostnaður sem nú fer í rekstur lífeyrissjóðanna og ævintýralega há laun stjórnenda þeirra í stað þess að gagnast launafólki beint; Að ekki sé talað um að fjarlægja þar með möguleika á spillingu eins og þeirri sem Páll og Einar benda á. 
Að öðrum kosti til bráðabirgða hreinlega að stöðva iðgjaldagreiðslur launafólks í lífeyrissjóðakerfið að umtalsverðu leyti meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði, með lögum. Það yrði jafnframt gott innlegg á launareikning og séreignarsparnaðarreikninga fólks núna.

Í pistli frá 2009 á þessari blogsíðu varpa ég fram spurningum um hvort lífeyrissjóðsiðgjöld launafólks ásamt mótframlagi launagreiðenda séu skattlagning í reynd og færi rök fyrir því að svo sé, ekki síst þar sem launþegar hafa sjálfir afar lítið um það að segja hvernig fénu er varið og fá það ekki allt til baka aftur á ævi sinni. Síðar bæti ég svo við athugasemdum um að lífeyrissjóðirnir séu í reynd nokkurs konar fjárfestingasjóður ríkis og atvinnulífs (Fjárfestingasjóður ríkis og atvinnulífs kemur í ljós).

Þetta vekur spurninguna um að hve miklu leyti sparnaður launþega í formi iðgjalda til lífeyrissjóða ásamt mótframlagi atvinnurekenda, alls 12% eða meira, sé í reynd „eign“ launþega eftir greiðslu þeirra gjalda sem frádráttar frá launaútborgun hverju sinni.
Þetta atriði er einn sterkur liður raka fyrir upptöku gegnumstreymiskerfis í stað núverandi uppsöfnunarkerfis í umsjá sérstakra lífeyrissjóða. Sbr pistillinn 
Eru lífeyrissjóðsiðgjöld launafólks skattlagning í reynd?


mbl.is Kaupa Höfðatorg af Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

GDP Landsframleiðsla  nýrra söluskattskyldra eign sem bókast á móti reiðufé  innan markaðar lögsögu á hverju skatta ári eru um 5 ára að skila raunvirði, þ.er. reiðufé í dag [þar sem hlutur neyslulána hefur vaxið veldisvísislega frá um 1970, utan USA.  Helstu skekkju valdar eru vörufalsanir og greiðslu falsanir, bakveðs falsanir.  Þannig er skekkja lámörkuð með að miða við meðal notkun 5 ár aftur minnst: sjá langtíma verðtyggingar erlendis. 

Erlend ríki er grunnlífeyrir sjóð sem er einmitt fast hlutfall af raunvirði nýrra eign framleiðslu á hverju ár. Lifandi samtíma sjóður.  Ný-Íslenska er sniðin fyrir hálfvita.   Þjóðverjar tryggja eftir spurn í grunni , og heilsu sinna ríkis borgarar með leggja 40% á útborganir allra starfsmanna : skilað er helming í nafni starfsmanna [Fari útborgun starfsmanns yfir 800.000 kr. á mánuði , þá er ekki lagt heilsu og líftryggingargjald á það sem er umfram. USA lífeyrissjóður er hliðstæður lagt er 35% á úrborgað til starfsmanna , til að taka af 26% , og  af heildar árs innkomu borga allir Ríkisborgar þó 15% af heildar innkomu sem þeir innheimta á mörkuðu innan og utan USA.     

Í báðum  sem ríkja samstæðum er tekjuskattar til við bóta af heildar árs reiðfjár innkomu einstaklinga, sem kallast marginal [sjá orðið fjárlaga rammar.

Upphæðir innan ramma má kalla þrepa aflætti.    Þrepa afslættir er 5 í USA. 3 í Þýskalandi. 2 virkir í Danmörku í dag. 

Dæmi: 1.þrep 2 milljónir [af tekið 8% , 2. þrep  4 milljónir [af tekið 4% ,  3 þrep 8 milljónir [af tekið 2%. 

þetta er skattar til hægja á auðsöfnum snillinga [skiptir þá engu máli], líka til skerða þeir hlut í Landframleiðslu. 


Sá sem er með 60.000.000 laun ,  skilar 15% 9 milljónum  í sameiginlega heilsu og lífeyrissjóðinn [ekkjur og sumir  fá aflátt ] .

Svo byrja þrepa skattar
1. [ 60 -  2] x 8,0% = 4,64 milljónir  
2. [ 60 -  4] x 4,0% = 1,40 milljónir
3. [ 60 -  8] x 2,0% =  1,02 milljónir.
Alls er skerðing í samræmi við græðgi : 7,06 milljónir

Nettó laun því 60 - 16,06 milljónir =  43,93 milljónir.  Samsvarar að tekið sé af á Íslandi 27% .

Stéttarfélaga aðild er unn reglugerða ramma  [hámörk og lámörk] frjáls og líka önnr trygginga starfsemi.

þessi tryggja fast hlutfall Landframleiðu  af reiðfé fer aldrei úr lögsögu. þetta er gert með opinberum tilfærslu eins og hér, nema áhersur eru öfugar[innkomu villtar hér.

Landframleiðsla GDP er  Sá hluti innlendrar framleiðslu og innflutnings að láni sem fer ekki til útflutnings [útlán.  Miðar við PPP-raunvirði frá 1970 þegar 44 ríki hætt að miða gull við bakveðtryggingar [varsjóði] en byrjuðu að miða við PPP-Dollara gengi. Og IMF [Alþjóða gengisstillinga sjóður Sameinsuðuþjóðanna] og Worldbank passa upp reikna raunvirði miða við magn upplýsingar sem öll ríki sem vilja ekki verða útskúfuð send inn [eins réttar og hugsast getur]. 183 ríki eru aðilar PPP-meðal ára neytenda [ gengis] vísir í dag.

Skipting á efnis uppskeru og orku og vinnslu kostnaði á þeim.

Í EU gildir að meðaltali að á hcip þættir "agricultur" og "industry" leggst 333 % markaðs þjónustuálagning fyrir vsk.

Ríki sem selja 100  PPP ein. fyrsta flokk [efnis] 30% heildarframleiðslu er þá með gengi 333 ein.
Ríki sem selja  20  PPP  ein. fimmta flokk [efnis] 30% heildarframleiðslu er þá með gengi 67 ein.

Íslendinga kunnu ekki að leggja á um 1970 fyrir söluskatt né innheimta hann. 

Raunvirði 30% PPP landframleiðslu hefur lækkað um 30% síðustu 30 ár, vegna tossa sem stunda þýðingar og ný-orðasmíðar.

Leiðrétt var hér 2007 röng Service álagning.

Í OCED ríkum er innkaupsmáttur vsk.  10 % með minnstu innkomuna [fyrir söluskatt] á bili 75.000 PPP kr. til  90.000 PPP kr.

Hér um 44.000 kr. Skýring hér var aldrei stofnað ríkis lífeyrissjóður og tekið upp velferða gjald fyrir 120 árum.

Lifandi sjóðir skila iðandi gjöldum á hverju ári.   ["Áhættu" ]fjár festingar sjóðir skila aldrei neinu heldur viðhalda varsjóðum 1,0% hinna eign mestu [öldum saman]. 
Læsi er hér í samræmi við Íslenskn orðforða í dag.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1352456/



       

Júlíus Björnsson, 8.2.2014 kl. 23:47

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæll Júlíus. Alltaf fróðlegt en tormelt að lesa pistlana þína.

Hvernig kerfi eða fyrirkomulag leggur þú til að tekið verði upp á Íslandi fyrir ellilífeyrisgreiðslur og fjármögnun þeirra?

Kristinn Snævar Jónsson, 9.2.2014 kl. 13:12

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar og flest setja ríki setja dæmið þannig upp  að heilar sölu skattskyld árs sala til loka kaupenda, sem eru ríkisborgarar,  í reiðufé  innan lögsögu, fyrir þjóðarsparnað : söluskatt, sé GDP á sama skatta-ári.  Árs upphæðin sem allar nýjar eignir kostuðu í reiðufé: raunvirði er staðgreiðslan í reiðufé.  þannig í samræmi við Alþjóðleg Bókhaldslög er Nettó GDP heildar eiginlegar rekstrar tekjur fyrir jákvæðan mismun á útflutning: [ söluskattskyldra þátta efnis, orku og launa á meðal vegnum markasverðum, aðila ríkja í samhengi], og innflutning á sömu þáttum sem er kallað allt þjónusta [Service]  að láni.  Umfram útflutningur er GDP er lán greitt í reiðufé ef bakveð er örugg.

Við fjármögnum  " a regular payment to a person that is intended to allow them to subsist without working " lífeyriris grunn tryggingu allra ríkisborgara , með 18 ára ríkisborgararétt, með tillit til  nýrra eigna á hverju ári, með skatta tilfærslu sem dreifa þeim í grunn jafnt á þá tryggðu. 

Vestræn velferðar Ríki tekja sig í samræmi  við stjórnarkrár hafa lífstryggingar grunnskyldu gagnvart öllu sínum ríkisborgurum á mismunar.

Íslenska er torskilin í þessu samhengi.   Gildir þetta hér?  Skil á milli markaðar nýrra eigna GDP og eldri á hverju ári? 

Við reiknum lámarkið af landframleiðslu fyrir vsk, sem uppfyllir stjórnarskrár velferða ríkja, sem styttir ekki lífslíkur.     

Miðað við önnur ríki er 1.056.000 kr. af 1560 milljarða sölu fyrir vsk. þetta árs lámark einstaklinga til vsk. innkaupa á hverju skatta ári. 0,000068%.

Heildar upp hæð miðað við 320.000 ríkisborgar er  338 milljarðar.

Þetta jafngildir að tekið sé af  22% af heildar raunvirði GDP á hverju ári.  Til greiða út aftur.

Til greiða allt út aftur ef allir Ríkisborgar atvinnulausir.

Ef helmingur er ekki með launa innkomu eða innkomu af eldri eignum , þá er um við tala um 169 milljarða. 11% sé tekið af nettó GDP. 

1.056.000 kr. með 15% vsk. eru  1.214.400 kr.

1.364.494 kr. Laun sem skila 11% af í táknrænt velferðagjald . Greiða úr 1.214.400 kr. á ári , eða 101.200 kr. til að tryggja GDP  og lífslíkur hins tryggða sem verslar á almennum vsk. markaði [common market retail]. 

Nú fullyrðir Arion að 43% af heildar reiðufjár innkomu þeir ekki í yfir meðal innkom fari húsnæðiskostnað  í sambærilegum GDP ríkjum.

þannig að 57%  fer í annað.

2.130.526 kr. x 43% = 916.126 kr í ekki vsk. kaup.

Lámark lífeyrir fyrir öreiga er þá hér í samræmi við rökréttan skilning á stjórnaskár minnst:

916.126 + 1.214.400 =   2.130.526 kr. Handbært. 177.543 kr. á mánuði. Táknrænu Velferðgjaldi 199.500 kr.  Skila á ári 2.394.000 kr.

Lámarkslaun: ákveðin af ríkisstjórn er þá hærri á hverju ári fyrir 1820 tíma sem nemir 240.000 kr. + velferðgjald 28.800 kr. = 268.800 kr.

Lámarks laun  2.662.800 kr. þar af velferða gjald 292.908 kr.  Útborgað 2.369.892 kr,

Útborgað á mánuði :  197.491 kr. 

Ávinningur  er utanland ferð eða flatskjár.

Hinir tryggðu í grunni fá það sem upp á vantar samkvæmt stjórnarskrá.

Með því að skilda Vinnuveitendur til að skila sama og launþegi. Hér 292.908 kr. Þá kosta það greiða 2.369.892 út til starfsmanns  2.955.708 kr.

24% velferðaskattur lagður á útborgunarveltur til að taka af  20%.

Grunn framfærslu tyggingar [uppbót] er greidd úr almanna tryggingum. Framlag vinnuveitenda rennur til öryrkja og grunn heilsu geira.

Meiri tryggingar eru einkamál einstaklinga, einkamál starfsmanna við vinnuveitendur.

 Þetta er sá grunnur sem gildir í Velferðríkjum 120 ár. 

Skattar af heildar árs reiðufjár innkomu einstaklinga eru tengdir persónu [einstakling] og því þrepa skiptir með persónu afsláttum frá brúttó innkomu.

Hér ætti 1 þrepið að miða við að  Brúttó innkomu 2.662.800 kr. sé innkomu skattsfrí. 221.900 kr. á mánuði.  Allir skili þjóðaröryggis gjaldi, og Starfmannhöldar sama og allir þeir starfsmanna.    Innkoma af 1 þrepi rennur til Almanna trygginga sem greiðir aftur til grunn heilsu geira það þetta kostar.Innkomu skattar hækka ekki launveltur Atvinnurekenda eins og velferðgjald.   Launveltur sem bera söluskatt er þjónustu virðisauki á efnislega hluta GDP.
Raunvirði hins efnislega er reiknað af worldbank og AGS og Brussel [fyrir EES]. og Ríki ákveða sjálf hvort þau lækka  raunvirði á vinnu sinna vsk. þjóna  gera þau það undir Heims eða EU meðal marksverð þá skilar það lægra raungengi hjá erlendum Fjárfestum.

Þjónustugeirar vsk. eru álagning á efnislegu geiranna , fara eftir raunvirði notaðar  efna og orku. Þessi álagning er sama hlutfall í augum höfunda ESS. Ódýrari þjónar afhenda ódýrari vöru.

þetta þykir Íslendingum torskilið.  Ekki stöðuleika ríkjum , þau passa upp að vera með sömu  tryggingu og lámarka hana í hlutfallslegum samanburði , til gera þá innkomu meiri hamingju samari og sátt ári við sinn hlut af GDP. Þau fá svo lítið að við gætum grátið, segja þeir efna meiri sem sjá um skiptinguna.       þetta kaupa aumingjar sem elskulegt fólk.         

Málið er að það er engin þörf fyrir ríkisverndaðan ofur hagvaxtar sparnað Innanlands. Ný eigna framleiðsla á móti reiðfé með vsk. er ekki háð aldri í dag  en frekar barneignum.  Börn er ekki tekju stofnar í siðmenntuðum ríkjum , non profit heimil heldur ekki.  Þetta er torskilið á Íslandi og í flestum vanþroskuðum ríkjum.



 

Júlíus Björnsson, 9.2.2014 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband