Hæfni og vanhæfni Alþingismanna og spurningin um flokksræði

Þetta eru nöturlegar staðreyndir sem dregnar eru fram í tilvitnaðri grein í Morgunblaðinu í dag um menntun og starfsreynslu Alþingismanna, löggjafans á Íslandi.

Í ljósi þess að stjórn landsins gegnum landslögin sjálf snertir að stórum hluta forsendur og stjórn efnahagslífsins í landinu, rekstrarumhverfi fyrirtækja, fjármála- og lánakerfi, fjármálastofnanir, samkeppnishæfni landsins gagnvart útlöndum og margt fleira í þeim dúr, þá skýtur skökku við að af 63 Alþingismönnum hafa:

1) aðeins 16 þingmenn "verulega reynslu af fyirtækjarekstri og viðskiptum, en 39 hafa "enga teljandi reynslu af rekstri á frjálsum markaði"

2)  aðeins 23 þingmenn menntun á sviði "lögfræði, viðskipta, hagfræði, stærðfræði og stjórnmálafræði", en 13 hafa aðeins stúdentspróf og 4 aðeins grunnskólamenntun.

Hvaða forsendur hefur meirihluti þingmanna eiginlega til að fjalla um flókin málefni af viti og þekkingu og ekki síst skilningi á sviði efnahagsmála í víðum skilningi?

Hvernig á reynslulaust fólk á viðskiptasviði, sem hefur ekki einu sinni rekið lítið fjölskyldufyrirtæki, að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem máli skipta fyrir rekstur fyrirtækja, smárra sem stórra?
Gerir slíkt fólk sér til dæmis grein fyrir því hvað "sakleysisleg" breyting tryggingagjalds um "örfá" prósentustig skipta miklu máli fyrir rekstur litlu fyrirtækjanna og einyrkjanna?

Dæmið um menntunarstig Alþingismanna lítur enn verr út ef aðeins þingmenn núverandi stjórnarflokka eru skoðaðir með þessum hætti. Þar eru hlutfallslega fæstir með menntun á sviði "lögfræði, viðskipta, hagfræði, stærðfræði og stjórnmálafræði" og hlutfallslega flestir með minnstu menntunina eða helst menntaðir á sviði "sagnfræði, heimspeki, mannfræði, bókmennta, málvísinda og kennslu".

Hvað gera menn þá þegar þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð um brennandi viðfangsefni á sviði efnahagsmála, fjármála, bankamála og því um líks? Þeir leita þá væntanlega ráða eins og þeir hafa vit og sinnu til. Að því er fólk í gamalgrónum flokkum varðar er þá nærtækast að fara eftir flokkslínum um viðkomandi málefni og treysta því að þar sé réttu svörin og leiðirnar að finna. Við þannig aðstæður er slagkraftur flokksræðis þeim mun áhrifaríkari en ella. Þegar málum er þannig komið má spyrja hverjir stjórni landinu í reynd.

Ein spurning blasir þá við í þessu samhengi:
Er menntunarskortur Alþingismanna á sviði "lögfræði, viðskipta, hagfræði, stærðfræði og stjórnmálafræði" og skortur þeirra á starfsreynslu í atvinnulífinu ein af grundvallarforsendum, og þar með orsökum, fyrir flokksræðinu og þrásetu fjórflokksins svokallaða á Alþingi Íslands? Eða, skiptir kannske menntun og starfsreynsla þingmanna yfirleitt litlu eða engu máli í reynd fyrir velfarnað efnahagslífsins á Íslandi?


mbl.is Gæti Alþingi stýrt fyrirtæki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nei ég get það sannarlega, og væri búinn að reka hvern einast reynslulausan einstakling frá afskiptum, af fjármálum þjóðarinnar. 

Viðskiptaráherra sem kann ekki á double entry system, skilur ekki að Kred er alltaf passive og mælikvarði fyrir active Deb, segir að neytendur stofni til viðskipta.  Fjármálaráðherra sem fegrar eiginfé og lítur á eignarkatta í fjármálgeira sem virðisauka tekjur.

Ríki sem semur lögum að verðtryggja rauneignarvöxt framtíðar í þágu mikils minnihluta þjóðarinnar, er geðveikt. Vextir: yielding á skammtíma kauphalla mörkuðum ganga upp og niður og þeir fáu heppnu þá vexti fyrir meðaltal á 60 mánaða  tímabilum.  Hagmunir eru að fá meðal innkomu á lengri tímabilum og raunverulegir hagmunir eru að fá hærri innkomu á skammtíma tímabilum, verðtryggja eignarupptöku fram í tíman er sér Íslensk uppfinning, sem gengur upp á frjálsum mörkuðum.  

Júlíus Björnsson, 15.10.2011 kl. 03:43

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Hvaða leiðir sérðu til úrbóta í þessum efnum, Júlíus?

Ef augu þorra almennings opnast fyrir þessu og grasrótarhreyfing rís upp með kröfur um breytingar, hvernig gæti hún þá komið málum í betra horf?

Slík hreyfing krefst jú leiðtoga og "málahönnuða" sem vit og skilning hafa á þessum málum og í samhengi við fjármálakerfi heimsins.

Hvernig er helst að finna slíka heiðarlega og réttsýna forystumenn almennings sem fólk hefur trú á?

Er það borin von í ljósi heljartaka núverandi fjármálakerfis?

Hitt er víst að ef/þegar sultur sverfur að og/eða fólk í stórum stíl fer að já sína sæng út breidda í þrældómi skulda- og vaxtaklyfja um alla fyrirsjáanlega framtíð lífs síns þá gerist "eitthvað" róttækt.

Spurningin er hvort þeir aðilar sem hirða (verðtryggðar) afborganir og vaxtatekjur af skuldaþrælunum, almúganum og skuldsettum fyrirtækjum, sjái þá þróun fyrir og sjái sér því hag í því að breyta þessu kerfi í réttlætisátt nógu snemma til að koma í veg fyrir algjört hrun og greiðslustopp. Yrði þeim ella vært á landinu þegar upp úr syði? Ef svo illa færi sitja hins vegar fasteignirnar eftir í landinu til afnota fyrir þá sem eftir standa: Íbúðar- og fyrirtækjahúsnæði, virkjanir, orkuveitur og innviðir allir, grundvöllur okursins.

Slíkt hefur gerst hérlendis a.m.k. í tvígang, þ.e. þegar hersetulið yfirgaf landið eftir síðari heimsstyrjöldina og þegar herstöðin var lögð niður á Vellinum.

Kristinn Snævar Jónsson, 15.10.2011 kl. 13:59

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil hér sé skylt að færa á hverju ári úr eiginlegum rekstri umfram tekjur í reiðufé umfram gjöld inn í frjármálmhluta í Svokölluðu Double entry system.

Þar sé leyft að færa til hækkunar vegna eiginreiðfjár útborganir næsta greiðslu árs, meðal verðbólgu síðustu 5 ára.

Þar sé leyft að færa til hækkunar eiginreiðufjár að meðaltali 2,0% vegna meðatals viðhaldskostanaðar  á rekststrarfasteigunum.

Sé meira umfram sé það greitt af því [skattur] og svo í arð eða í eiginvarsjóð vegna stækkunar á markshlutdeild eða útrásar.

Sérhver lögaðili ber ábyrgð á sínum afföllum eða töpuðum kröfum og leggur á í samræmi og mynda varasjóð í samræmi.

Það má byrja á þessu.  Vernd fjöreggin fyrir afföllum og skattmann.

Júlíus Björnsson, 15.10.2011 kl. 14:42

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bókhaldshefðir hér eru mjög flóknar og grundvallar atriði svo sem reserve , equity[EigenKaptital], CRED/DEB [Haben/sollen]  mjög illa skilgreind í framkvæmd síðan 1911 og Íslenskar skattareglur sem þessu tengjast einu sinni á ári  í samræmi.

1 þrep starfsmannaskatta í Ríkjum sem fylgja Bismark, kallast samtryggingagjald eða samfunds-skatt í heilum greindra aðila erlendis.  Dekkar ellitryggingar lámark, atvinnuleysisbætur, veikindadaga, og heilbrigðisgrunngeira.  Þessi upphæð [laun hins opinbera] um 600.000 kr á ár á einstakling er sett á alla fullorðna einstaklinga víða erlendis til að taka af aftur samtímis. Hér eru þessar niðurgreiðslu til lögaðila að hluta kallaður Persónuafsláttur af tekjum, vegna þess að hægt er nálga þess upphæð í prósentum eftir á.  Niðurgreiðslur að hluta , vegna þess að Atvinrekendur er látnir eiga um 50 % hlut í stéttarlífeyris sjóðakerfinu hér en almenning talið trú um að hann eigi þetta. Svo er þeir líka borga atvinnutryggingagjald sem þeir fárast mjög yfir. Hér er hægt að færa þess upphæða á alla einstaklinga og einfalda ábyrgð lögaðila á reiðfjár skilaskyldu.  Þann hluta iðgjalda sem nú fer í í óeðlilega langtíma verðtryggingarstarfsemi [eign lögaðila] væri hægt að setja í sameiginlegt grunnelli kerfi og gefa svo séreigna lífeyrissjóða starfsemi frjálsa. 

Í þýskalandi mun 60% af meðal árs starfsæfi tekjum vera greitt út samtímis Þeir sem hafa sparað í fasteign er mjög sáttir og þar sem langtíma fasteignaveðskuldir eru hluti af varjóða kerfi þá er þær án raunvaxta umfram verðtyggingu á langtímaforsendu í jafnvægi.   

Einstaklingur borgar inn 100.000 krónur í fasteignverðtryggingasjóð á öllum tímum, en inn á innlánssparnaðar veltu sjóð um 10.000 kr. þegar ekki er kreppa eða mikli verðbólga á mánaðar grunvelli.

Fasteingverðtryggingar sjóður notar innborganir í útborganir nýrra fasteignaveðskulda.  Til að halda 30 ára jafnvægi.

Sparinnleggsjóður er sálfræði til venja sauði á aðhaldssemi og í hvert skipti sem lagaðar eru 10.000 kr. inn eru 10.000.kr teknar út , nema í mánaða uppsveiflum og kreppu.  Best er þetta fari ekki mikið yfir 10%. Þeir sem afla svo mikla tekna að geta ekki eytt þeim eru svo fáir að þeir geta séð um sín fjármál sjálfi á eigin ábyrgð að mínu mati.    Sparað í skartgriðum  annarri fasteign til að leigja út, hlutabréfa til fjármögnunar markaðsóknar  vsk. fyrirtækja. Eða það nýjasta í bréfum sjóða sem fjármagna nýbyggingar aðila.

Júlíus Björnsson, 15.10.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband