Hvor er hæfari?

Hvor er hæfari til að velja hæfasta forstjóraefnið fyrir Bankasýslu ríkisins: Fagfólk í stjórn  Bankasýslunnar eða utanaðkomandi stjórnmálamenn?

Eða, felst dómgreindarleysi í stjórn Bankasýslunnar við að hafa farið eftir faglegum sjónarmiðum að eigin mati og eins og henni er uppálagt?

 


mbl.is Þingmenn vilja ekki Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er þetta er guðfræðileg eða hagræn nálgun á máinu?

Sigurður Þórðarson, 16.10.2011 kl. 14:35

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæll Sigurður.

Ég varpa hér fram ofur einföldum spurningum.

Ef stjórnvöld telja sig þurfa að grípa inn í ráðningarferlið og taka jafnvel fram fyrir hendur stjórnar Bankasýslunnar í þeim efnum hlýtur að felast í því óbein vantraustsyfirlýsing á hendur henni þannig að hún hlýtur að þurfa að "íhuga stöðu sína" í kjölfarið.

Ef Bankasýslustjórnin stóð tilhlýðilega faglega að málinu á sínum faglegu forsendum og stjórnvöld eru óánægð með niðurstöðuna og vilja gera breytingar þar á þá hlýtur eitthvað annað en fagleg sjónarmið að ráða þar för. Annað hvort var þá stjórn Bankasýslunnar raunverulega ekki sínu faglega starfi vaxin eða pólitísk sjónarmið ráða meiru um afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins.

Eða, að stjórn Bankasýslunnar hafi tekið ákvörðun sína út frá öðrum sjónarmiðum en faglegum, en þá er hún í alvarlegum málum og verður þá réttilega að "íhuga stöðu sína.

Það sem við hljótum að kalla eftir er að hið sanna í málinu verði dregið undanbragðalaust fram. Fjármálaráðherra hefur jú kallað eftir rökstuðningi frá stjórn Bankasýslunnar fyrir niðurstöðu hennar og þá fáum við væntanlega eitthvað bitastætt til að byggja á.

Kristinn Snævar Jónsson, 16.10.2011 kl. 18:29

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fjármálaráðherra er samtryggingarpólitíkus og sér ekkert athugavert við þetta. Ég tel að hann skyni þrýsting frá almenningi sem er ofboðið og kalli þess vegna eftir rökstuðningi til málamynda. Rökstuðningnum er eingöngu sjónarspil ætlað að beina athygli frá SJS, því flestir sjá að valið er óverjandi.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2011 kl. 19:25

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Kristinn að stjórnvöld eru í miklu klúðri með þessi mál og verða annað tveggja að axla ábyrgð á þessu klúðri eða leggja fram frumvarp um að leggja niður bankasýslu ríkisins. Þessi bankasýsluhugmynd kom frá sænskum ráðgjafa en það fylgdi engin útfærsla t.d. um hæfisreglur. Augljóst er að hagsmunir almennings eru betur tryggðir með því að stjórnmálamenn sjálfir taki ábyrgð því þeir hafa þó beint umboð frá þjóðinni.  Það er svo annar handleggur að stjórnvöld hafa tekið mjög veigamiklar ákvarðanir s.s. um Sparisj. Keflavíkur sem lögum samkvæmt áttu að heyra undir bankasýsluna. En hver svo sem ber ábyrgðina þá er ráðning Páls skandall sem jafnvel enginn í stjórnarandstöðunni vill eða þorir að verja

Sigurður Þórðarson, 16.10.2011 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband