Hvaða "alþjóðlegu skuldbindingar"?

Hvað skyldi varaformaður Samfylkingarinnar hafa átt við þegar hann lofaði (erlendum) áheyrendum sínum fyrir hönd allra Íslendinga að þeir myndu standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" sínar?

Hvað felst í þeim að mati varaformannsins?
Um það deila menn, bæði Íslendingar og útlendingar, fræðimenn og leikir, en valdhafar hafa forðast sannleikskjarnann í málinu. Þeir eru fastir í því að halda á lofti hótunum breskra og hollenskra stjórnvalda í stað þess að  benda á og ræða þær forsendur sem tala fyrir máli Íslands.

Á það er bent að íslensk stjórnvöld hafi staðið við hlutverk sitt skv. tilskipun 94/19/EB með því að sjá til þess að innistæðutryggingasjóður var stofnaður á Íslandi á sínum tíma.
Þetta hafa margir íslenskir sérfræðingar, lögfræðingar og hagfræðingar, bent á auk fjölda annarra hugsandi og læsra manna.

Þar að auki heldur Alain Lipietz, fjármálasérfræðingur og höfundur tilskipunar ESB um bankamál, því fram að samkvæmt þessari sömu tilskipun sé Íslandi ekki heimilt að veita ríkisábyrgð; ábyrgðin á rekstri útibúa Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hafi þvert á móti verið á ábyrgð gistiríkjanna! Samanber fréttaviðtal í Sjónvarpinu/rúv 11.jan.2010.
Fleiri málsmetandi erlendir aðilar hafa tjáð sig í þessa veru undanfarið.

Þess vegna spyr maður sig:
Um hvað er varaformaður Samfylkingarinnar og fleiri slíkir "málsvarar" Íslands að tala á erlendum vettvangi um "alþjóðlegar skuldbindingar Íslands"? !!!


mbl.is Icesave stöðvi ekki áætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband