Fleiri velja að lifa í sannleika

Í gær fögnuðu sannleikselskandi þegnar þessa lands því er Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra valdi sannari kostinn af tveimur afarkostum, þ.e. að fylgja sannfæringu sinni við að gæta hagsuna þjóðarheildarinnar fremur en að undirgangast það ok að fylgja skuldsetningarstefnu forsætisráðherra í Icesave-málinu hvað sem það kostaði. Nú hefur Guðríður Lilja Grétarsdóttir staðfest fyrir alþjóð að hún fetar sömu leið og Ögmundur.

Um þá uppbyggilegu og heilsusamlegu grundvallarstefnu, þ.e. að lifa í sannleika, ritaði ég nokkur orð í gær.
Ég hef grun um að fleiri réttlátir alþingismenn finnist hér í borg heldur en þessi tvö, og líklega öllu fleiri heldur en þurfti til að bjarga hinni gjörspilltu Sódómuborg frá eyðingu samkvæmt fornum sagnabálki Gyðinga. Gagnstætt ömurlegum örlögum íbúum þeirrar borgar í sögunni eiga því skuldaþjáðir íbúar þessa lands enn von.

Þeirri skoðun til stuðnings berast nú jafnframt fréttir af því að nafna Guðríðar Lilju, Lilja Mósesdóttir, hafi stækkað spurningamerki sitt við Icesave-skuldsetningarstefnuna, sem von er. Hún er stödd á Evrópuráðsþingi í Strassborg þar sem hún hefur m.a. hlustað á breska og hollenska þingfulltrúa afhjúpa þau nöktu viðhorf ríkisstjórna sinna í Icesave-málinu að Íslendingar skuli borga refjalaust eins og upp er sett ellegar hafa verra af. Eftir fréttum að dæma var Lilju þá nóg boðið og kveður hún nú sönn Íslendingaljóð í þessu máli.

Er sú tíð upp runnin aftur að "allir menn" vilji Liljur kveða?


mbl.is Guðfríður Lilja hafnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband