Trompið í samningsstöðunni sem ber að nýta á forsendum Íslendinga

Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz er sammála; af augljósum ástæðum! Þetta er í samræmi við það sem ég hef verið að klifa á í pistlum mínum, og margir aðrir. Við þurfum að passa afar vel upp á að auðllindirnar séu nýttar á réttum forsendum, þ.e. á forsendum íslensku þjóðarinnar og þjóðarhagsmuna. Þetta ræddi ég í pistli í sambandi við það að ég tel samningsstöðu Íslands í viðskiptum við útlönd sterka þegar horft er til framtíðar, en ekki veika eins og reynt er að telja ríkisstjórn og almenningi trú um af ýmsum aðilum; sérstaklega erlendum, en því miður líka íslenskum. Í pistlinum bendi ég á grundvallaratriði hvernig ná má þessu markmiði.

Það er einnig athyglisvert að Stiglitz skuli taka undir þá skoðun að hægt sé að byggja upp efnahagskerfið á Íslandi án stórlána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sú skoðun hefur einnig verið viðruð hér og af mörgum öðrum sömuleiðis. Ég man ekki betur en að meira að segja Steingrímur J. Sigfússon, núverandi fjármálaráðherra, hafi verið á þeirri skoðun s.l. haust, þá reyndar í stjórnarandstöðu. Þá vildi hann gera sjóðsmenn afturreka með sín köldu ráð.


mbl.is Mistök að nýta ekki auðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér varð hugsað til vatnsölu, og Magma energy sem verður fá leyfi hjá Brussel vegna væntalegrar formsatriða eða  inngöngu.

Ég rekið fyrirtæki  sem ekki átti sjálfbært eigið fé en var stórskuldugt og þó ég væri hluthafi leit ég alltaf á mig sem þjónustufulltrúa bankans.  Aftur á móti ef ég hefði getað skuldað bankanum nógu mikið hefði  Bankinn  þjónað mér. Fyrir daga einkvæðingar viðskiptfræðinga bankanna.

Júlíus Björnsson, 14.9.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband