Viðbótarrök fyrir einkaeign þjóðarinnar

Viðbótar-innlegg um þessa stefnu má finna á í pistli mínum um lífslindir og lífsstíl.

Ekki er vanþörf á að halda þessu á lofti, vegna þess að margir sem þó eru bornir og barnfæddir Íslendingar hafa ekki "skilið" hvað hér er til umræðu. Það væri helst hægt að skilja landsölutilburði slíkra aðila með því að þeir sjálfir séu á förum frá Íslandi og séu því með bílskúrsútsölu á því sem seljanlegt er og sem þeir telja sig geta selt úr eigu þjóðarinnar fyrir slikk. Ég ætla þeim a.m.k. ekki þá heimsku að þeir telji að þetta sé þjóðinni eða almenningi til hagsbóta.
Þetta glapræði hefði verið skiljanlegra séð frá sjónarhóli landssölumanna ef um væri að ræða staðgreiðslu með erlendum gjaldeyri og á sambærilegu eða betra verði og auðlindakaupandinn hefur greitt í Bandaríkjunum, en því fer fjarri! Hvað vakir eiginlega fyrir landssölumönnum?

 Þessa óráðssíu verður að stöðva. Getið þið það?


mbl.is Gegn sölu orkufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband