Gæti Fjármálaeftirlitið lært af Landhelgisgæslunni?

Ja, þétt og slungið er kerfið! Að sigta út minnstu einingu fiskveiðiflotans, smábát með handfæri, um leið og eitthvað út af ber; í öllum þessum skipafjölda! Og ekki nóg með það, heldur líka hirða hann upp strax við meintar misgjörðir.
Spurning er hvort Fjármálaeftirlitið gæti ekki lært eitthvað af þessu eftirlitskerfi til að koma í veg fyrir óæskilegar handfærslur í fjármálakerfinu eða stöðva þó það væri nú ekki nema eitt þorskígildi á rangri leið þar! Að maður tali nú ekki um milljarða! Einn milljarður ætti að sjást betur en eitt þorskígildi. Það munar líka meira um einn milljarð en einn þorsk.
Ja, skrýtnar voru áherslurnar í þessu þjóðfélagi.

Er kannske hér með komin hugmynd að því hvernig nýta mætti Landhelgisgæsluna betur, í stað þess að leggja hana niður?

Það hefði svo sannarlega ekki veitt af góðri "landhelgisgæslu" í aðdraganda einkabankahrunsins íslenska. Ekki síður núna, þótt þar séu reyndar komnir nýir sópar sem taka starf sitt alvarlega. Þeir mættu að skaðlausu tékka á aðferðum landhelgisgæslunnar, grundvallarlega séð!

PS. Þetta er ekki brandari!


mbl.is Handfærabátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Góður punktur.

Víðir Benediktsson, 18.8.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband