Allt ber að sama brunni

Já, allt ber að sama brunni, en sá brunnur heitir auðlindir Íslands!

Alltaf er að koma betur í ljós hversu verðmætar auðlindir Íslands eru og er verðmæti þeirra sífellt að aukast. Sú verðmætisaukning er í hlutfalli við vaxandi skort á samsvarandi auðlindum annars staðar í heiminum og einnig í samræmi við sífellt fleiri upplýsingar um þverrandi auðlindir annars staðar en hér.

Þetta hef ég fjallað um í "jómfrúarpistli" mínum hér í blogginu um lífslindir og lífsstíl. Þar eru þessi mál sett í stærra samhengi grundvallarlega séð og varað við því að hleypa öðrum þjóðum eða ríkjabandalögum í þessar auðlindir af vangá og án þess að þær greiði tilhlýðilegt gjald fyrir. Það gjald á með réttu að vera hátt og það fer sífellt hækkandi.  Umrædd frétt um þverrandi olíulindir í Norðursjó er til vitnis um það og vekur tímabæra athygli á því.

Það gjald eiga aðrar þjóðir, sem áhuga munu hafa á að kaupa auðlindaafurðir okkar, að greiða til þjóðarinnar allrar. Hvorki erlendar þjóðir né einkafyrirtæki eiga að komast í aðstöðu til að hlunnfara íslenskan almenning um arðinn af auðlindum Íslands.


mbl.is Olían senn á þrotum í Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband