Vel verðtryggðir skattar

Með hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti í dag, 28.5.2009, vonast ríkisstjórnin til að auka skattatekjur sínar þegar í stað um tiltekna upphæð á ársgrundvelli; um tæpa 3 milljarða segir Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokks í umsögn sinni um málið.

Sá böggull fylgir þó skammrifi að við það hækka allar verðtryggðar skuldir landsmanna vegna vísitölutengingarinnar um að því er virðist mun hærri upphæð, þ.e. um 8 milljarða að mati Tryggva!

Hefði þá ekki verið viturlegra að leggja bara flatan krónutöluskatt á þjóðina sem nemur umræddri væntri hækkun gjaldanna, eða um þessa þrjá milljarða? Slík hækkun hefði ekki farið beint til hækkunar á verðlagsvísitölunni. Var ekki í öðru orði verið að tala um að létta byrðarnar hjá sliguðum lántakendum og reyna að hemja verðbólgu?- Hver er raunverulega meiningin með þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll, Kristinn, er ekki ríkisstjórnin að leika sama leik og bankarnir léku allt árið 2008; að fegra efnahagsreikning með hækkun verðbótaþáttar?

Magnús Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 22:34

2 identicon

Tek undir með nafna mínum að þetta lykktar allt af einhverju "fegrunar-átaki".

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband