Viðskiptabann á Ísland eða staðgreiðsla? Hvað þá?

Einmitt, þetta myndi ég vilja kveðið hafa, Lilja! - Og er þá ekki einmitt kominn tími til að draga upp mynd af því hvað verður líklega upp á teningnum í þeirri stöðu? Munu einhverjar núverandi viðskiptaþjóðir Íslands þá setja "viðskiptabann" á landið, eða krefjast staðgreiðslu fyrir alla vörusölu til landsins? Hvernig snúum við okkur þá í því? Hvaða lifnaðarhættir og lífsstíll blasa þá við landsmönnum? Er það í raun verri afleiðingar en landeyðingarstefnan í formi hárra vaxta samkvæmt tilmælum erlendis frá? - Þessa kosti verður að útskýra fyrir þjóðinni; ef ekki af stjórnmálamönnum, þá fyrir þá og fyrir þeim.

Það er eins gott að við höfum gömlu matvælaframleiðsluna okkar enn, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi! Það kemur sér vel, og þægilegt er til þess að vita, að ekki skuli vera búið að útrýma landbúnaðinum okkar með "ódýrum" matvörum erlendis frá! Við værum í öllu verri stöðu og samningsaðstöðu ef svo hefði verið; umsátursástandi! Menn hugleiði það! Það er ef til vill kominn tími til að henda út "síðasta kjötlærinu" (með AGS-stimplinum) eins og þeir gerðu sem til varnar voru í Borgarvirki forðum daga samkvæmt sögunni til sannindamerkis um það að við höfum nóg fyrir okkur og látum ekki kúga okkur að ósekju þegjandi og hljóðalaust.


mbl.is Ætti að afþakka ráðgjöf AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er nú þegar staðgreiðsla á stórum hluta vörusölu til landsins

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.5.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sú leið að losa íslendinga við AGS og láta reyna á viðskiptabann eða staðgreiðslu gæti verið betri leið til lengri tíma litið. 

Auk þess sem það eru meiri líkur á því að stjórnvöld gætu sameinað þjóðina í því að vinna sig út úr vandanum.  Að þvi gefnu að stjórnvöld sýndu leiðtogahæfileika og þjóðinni hollustu.

Magnús Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband