Framsóknarflokkurinn veitir styrka von

Með raunhæf og réttvísandi stefnumál sín um úrlausnir fyrir heimilin í landinu og sívaxandi styrk sinn til grundvallar hefur Framsóknarflokkurinn megnað að gefa heimilunum, fjölskyldunum, fólkinu í landinu nýja von um raunhæfar úrlausnir. Fleiri og fleiri eru að koma auga á það með degi hverjum sem betur fer.

Þrátt fyrir ótrúlegar úrtöluraddir, rangfærslur og afbakanir keppinauta hefur Framsóknarflokkurinn og sérstaklega formaður hans staðið fast við rök sín um raunhæfar leiðir til að koma til móts við skuldug heimili sem sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán frá hruninu 2008.

Einnig er á stefnuskrá Framsóknarflokksins að afnema verðtryggingu á neytendalánum, en meðan verið er að útfæra leiðir til þess sem eru lagalega færar verður sett þak á hana þannig að ábyrgð og áhætta af verðþróun verði ekki alfarið á öxlum lántakenda eins og verið hefur hingað til.

Nokkrir nýir flokkar hafa tekið upp sömu eða hliðstæð markmið og Framsóknarflokkurinn er með á sinni stefnuskrá, en tryggasta leiðin til að ná þessum markmiðum fyrir heimilin er að fylkja sér að baki stærsta og sterkasta aflinu með þessi baráttumál og kjósa Framsóknarflokkinn, eins og svo mörg hafa þegar gert. Hann kemst ekki hjá því að standa við þessi loforð eins og afl hans leyfir.
Þar að auki er hann þess afar vel meðvitaður að heimilin eru grunneining samfélagsins og á þeim byggir hann styrk sinn og fyrir þau vill hann vinna og það er það sem hann ætlar sér.

Gömul slagorð Framsóknarflokksins hafa gengið í endurnýjun lífdaga: Bú er bústólpi og bústólpi er landstólpi.


mbl.is Framsókn með 30,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband