Vísir í Undralandi

Nú hafa stýrivextir enn einu sinni verið hækkaðir af Seðlabanka Íslands á óviðeigandi forsendum til þess m.a. að "sporna við verðbólgu og vegna minnkandi slaka í efnahagslífinu", eins og það í grófum dráttum er útskýrt af óslökum Seðlabankastjóra!
Hin liðaða Peningastefnunefnd skipuð að því sagt er vísu fólki, Hin vísa nefnd, virðist hrærast í einhverjum allt öðrum veruleika en þeim sem efnahagslíf Íslands býr við; Einhverju Undralandi þar sem allt aðrar forsendur og kenningar eiga við heldur en í íslenskum raunveruleika nú.
Hinum vísu í þessu Undralandi virðist fyrirmunað að skilja eða gegna því að vaxtahækkanir hækka kostnað fyrirtækja og einstaklinga og kynda þar með undir verðbólgunni í stað þess að draga úr henni. Vaxtahækkunin er einn kostnaðaraukinn til viðbótar við aðrar kostnaðarhækkanir sem áhrif hafa á neysluvöruvísitöluna til hækkunar, sem síðan leiðir til enn meiri hækkunar á lánum, afborgunum og vaxtagreiðslum o.s.frv.
Þannig hefur virkni þessara þátta verið hjá Íslendingum sem búa við neysluvöruverðstengda verðtryggingu
Þetta er hringavitlaus vítahringur sem samt er endurtekinn sí og æ með sömu hringlandi óviðeigandi rökunum.
Með þessu framferði sínu gera Hin vísu í Undralandi þungbæra skuldabyrði enn þyngri, enda kunna öll skuldug heimili og fyrirtæki landsins þeim litlar þakkir fyrir og er þá vægt til orða tekið.
Samtímis auka hins vegar vaxtahækkanir tekjur þeirra sem best standa fjárhagslega, þ.e. fjármagnseigenda. Þeir fagna væntanlega vaxtahækkunum dagsins kampakátir í kampavíni og tilheyrandi, þannig að til einhvers er barist af Hinum vísu.
Þessar öfugsnúnu hækkanir á stýrivöxtum nú þegar almennur slaki er enn viðvarandi í efnahagslífinu gefa því miður vísbendingar um að hin vísa Peningastefnunefnd og/eða stjórn Seðlabankans með seðlabankastjóra í broddi félegrar fylkingar hafi ekkert lært af afleiðingum hávaxtastefnunnar sem komið var á af þeim fyrir tilstilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í kjölfar bankahrunsins 2008. 
Þessir aðilar skella þvert á móti skollaeyrum við því hvernig vextir virka á rekstur fyrirtækja og heimila og neytendur á Íslandi. Að minnsta kosti fara þeir hvorki eftir heilbrigðu innsæi né grundvallar- hagfræðikenningum um mismunandi viðbrögð við mismunandi tegundum verðbólgu (kostnaðardrifinni eins og hér um ræðir en síður eftirspurnardrifinni), eins og t.d. hagfræðingur Arion banka og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor benda á og útskýra (sbr. frétt á mbl.is 12.7.2011). 
Það ætti að vera augljóst hverjum skynsömum manni, jafnvel fávísum, að hækkun vaxta nú, þegar mikill slaki er á efnahagskerfinu og atvinnuleysi mikið og fjárfestingar í lágmarki, gerir erfiðan róður fyrirtækja og heimila enn erfiðari og leggur fleiri að velli. Ef það er stefna Peningastefnunefndar er þessi vaxtahækkun náttúrulega skiljanleg, en hún er ekki í þágu almennings sem nú mótmælir réttilega hástöfum.


mbl.is Stýrivextir hækka um 0,25 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skuldir stjórnsýslu elítu mun vera í gjaldeyri, erlent samstarf kosta gjaldeyrir , Íslendingar flytja alla hrá neyslu út til kaup fyrir gjaldeyri fullvinnslu inn aftur. Vöruverð = orka[kaup þar inní] + efni+ skattar + vextir+ arður.    Greinilegt er að minnka á kaupgetu millistétta til kaup á innfluttningi sem kostar gjaldeyri sem er ekki til þegar búið er greiða lánadrottnum sitt.  Þetta er rökrétt.

Vanmeta ber ofmat á eigin gengi  [OER[] reglulega til að komast hjá því að fá hjálp frá IMF.  USA setur GDP[OER]=GDP[PPP], það ættu Íslendingar líka gera.   Láta alla markaði heimsins stýra genginu hér hlutafallega jafnt.   Segja upp hCPI.   

Júlíus Björnsson, 15.11.2012 kl. 04:59

2 Smámynd: Birnuson

Skýringuna á þessu öllu saman má kannski lesa úr eftirfarandi orðum Þórarins G.:

Sp. blm. Einhverjir spyrja sig kannski að því hvort hærri vextir fari ekki beint út í fjármagnskostnað, og þaðan út í verðlagið. Er hækkun vaxta eitthvað að slá á verðbólgu?

„Þetta er auðvitað milljón dollara spurningin. Til þess að geta verið viss, þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki hækkað vexti, en við höfum ekki svarið við því. Rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum segir hins vegar að vextir slá á verðbólgu, og það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér,“ segir Þórarinn.

[http://www.visir.is/thorarinn---milljon-dollara-spurningin-/article/2012121119502]

Það er sem sagt „erfitt að sjá“, en við gerum þetta af því að það stendur í bókinni.

Birnuson, 15.11.2012 kl. 13:15

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bókhald lög á Íslandi skekkja myndina.

Erlendis þá gildir um flest 30 ára hlutfélög að þau eru þroskuð=mature: þá eiga þau skuldlausar og óveðsettar allar sínar rekstralegu eigni. Þannin að fram´tiðar skuldir hér kallað "eigiðfé" er miklu lægri í samanburði við þau Íslensku.  Hér eru gefin út jöfnunar hlutbréf til að fals skuldir við stofnhluta í samanburði.  Veðsettar rekstrarlegar eignir er hækkað bókhaldslegar  með lögum á mótum skuldum framtíðar . Þetta eru kölluð passive bakveð erlendis sem geta ekki komið til greiðslu skulda við lánadrottna nema lögaðili fari á hausinn. Baknrar erlendis vilja heldur ekki bera millitéttir út. Þess vegna er langtíma heimilveðskuldir líka passivar ekki partur af high yielding kröfum í Kauphöllum 10% ríkustu uppanna.


Þroskuð hlutafélög eiga líka í portifolio skuldlaus og óveðsetta varasjóði : ógreidda arð síðusta ára , til að mæta niðursveiflum eða hærri vöxtum Seðlabanka.
 Hér gildir að hækkar verðlag og rýrir kaupmátt millistétta.Þetta er bara spurning um 10 í Alþjóðlega eins bókhaldi og í ensku yfirstéttar orðaforða merkingum. Vera ekki les blindur á uppamálið eins og meðalgreindir.

Mjög auðvelt að sjá hvervegna staðan í óþroskuðum ríkjum er ekki eins.

Júlíus Björnsson, 15.11.2012 kl. 20:31

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Birnuson: "... það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér,“ segir Þórarinn."

Ef þetta er sannfæring Þórarins, að hann og þeir seðlabankamenn viti ekki betur og hafi ekki skýrara innsæi en þetta, er ekki að undra að bankinn taki undarlegar ákvarðanir í vaxtamálum.

Þarna minnist hvorki hann né utangátta blaðamaðurinn á að hérlendis er nokkuð sem ekki er erlendis í sama formi í þeim löndum sem Þórarinn er væntanlega að vísa til og miða við, þ.e. verðtrygging lána! Það er hún og tengingin við neysluverðsvísitöluna sem tryggir (skrifa TRYGGIR) hækkun kostnaðar í skuldsettum fyrirtækjum (og heimilum) þegar vextir hækka.

Eins og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands vonandi veit hækkar vaxtakostnaður fyrirtækja rekstrarkostnað þeirra og stuðlar þar með að hækkun verðlags við það að fyrirtækin hækka verð sitt til að hafa fyrir kostnaðarhækkunum er frá líður. Það þarf ekki umfangsmiklar rannsóknir til að komast að þeirri niðurstöðu, heldur fyrst og fremst ályktunarhæfni og skynsemi og sæmilega greind, auk vitneskju um íslensku verðtrygginguna og hvernig hún virkar á lánakostnað.

Á svona blaðamennsku og fréttaflutningi eins og hér um ræðir er síðan æpandi morgunljóst að það er löngu tímabært að helstu blaðamenn og fréttamenn séu hagfræðimenntaðir og geti spurt og gagnspurt viðmælendur sína af þekkingu og viti varðandi efnahagsmál þegar um þau er fjallað. Þetta er einn þýðingarmesti málaflokkurinn í hverju landi.

Svona til samanburðar: Hvers vegna er t.d. oft kallaður til prófessor í stjórnmálafræðum þegar skoðanakannanir eða tíðindi í pólitíkinni eru í fréttunum? Það eru afskaplega marklitlar "fréttir" eða upplýsingar sem þar koma fram fyrir utan ágiskanir, getgátur og skoðanir viðmælandans sem geta að vísu stundum verið sprenghlægilegar.

Kristinn Snævar Jónsson, 16.11.2012 kl. 01:34

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vsk. fyrirtæki A og B bæði þroskuð í frjálsu markað ríki og 100 keppendur. 

A uppsafnaðan arð: í bankabréfum  með 10% hlutdeild
B á engan varsjóð:                            með 10  % hlutdeild

Vaxtahækkun hækkar útsöluverð B
A selur bankabréf of hækkar ekki , líkur eru þá að A auki markaðshlutdeild sína og sölu aukinn skilar svo gróða sem fer í að kaup nýtt bankabréf.

Ísland er ekki frjálsra og virkra keppnismarkaða: Hér hækka báðir í almennri kreppu hlutfallslega jafn mikið.

Hér er verið að draga úr kaupmætti fyrir jólin hjá almenningi og lækka útborgðan arð fyrtækja sem hafa fengið hagstæð lán frá lífeyrisjóðunum, með sölu á [hluta] bréfum.
Spara erlendan gjaldeyri til að greiða niður skuldir gjaldeyri eða borga undir erlent samstarf elítunnar.  Áherslur skipta máli.

Júlíus Björnsson, 16.11.2012 kl. 02:26

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

spengihlægilegar , aula útskýringar um eitthvað sjálfgefið.

Júlíus Björnsson, 16.11.2012 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband