Hagsmuni hverra vilja stjórnmálaflokkar verja?

Það ber að aðskilja starfsemi venjulegra viðskiptabanka og fjárfestingabanka, er niðurstaða forstjóra Straums fjárfestingabanka.

Í ljósi bankahrunsins hérlendis og afleiðinga þess ætti nauðsyn á slíkum aðskilnaði að vera augljós. Þar var þessum mismunandi tegundum starfsemi blandað saman í að því er virðist einn "pott" og fé innleggjenda í sumum tilvikum notað í vægast sagt áhættusamar fjárfestingar. Bankarnir urðu jú  gjaldþrota.

Venjulegum viðskiptabönkum eins og hér tíðkast ætti ekki að leyfast að stunda áhættusama fjárfestingastarfsemi sem jafnvel getur snúist upp í áhættusækna fjárglæfrastarfsemi þar sem nánast "spilað" er með sparifé innleggjenda, jafnvel undir formerkjum ríkisábyrgðar. Þeir sparifjáreigendur sem hins vegar vilja taka slíka áhættu með fé sitt myndu þá gera það í sérhæfðum fjárfestingabönkum eða ástunda slík ávöxtunarviðskipti sjálfir.

Sú grundvallarspurning blasir því við Alþingismönnum hverra hagsmuni  þeir vilja verja:
a) Innleggjenda smárra og stórra, eða
b) fjárvörsluaðilanna, bankanna, þeirra sem ráðstafa sparifénu til ávöxtunar- eða fjárfestingaverkefna, eða
c) hagsmuni beggja aðila.

Það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa tekið undir hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingabanka (sé rétt haft eftir í fréttinni) vekur því upp spurninguna um hvort hann vilji fremur gæta hagsmuna fjárvörsluaðilanna heldur en hagsmuna innleggjenda.

Vilji stjórnmálamenn verja hagsmuni  beggja aðila, eða sérstaklega innleggjenda, hlýtur aðskilnaður á starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingabanka að vera svarið.


mbl.is „Á ekki heima saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband