Skynsamlegt fiskveiðikerfi?

Athyglisverð tillaga Magnúsar Thoroddsen skv. grein hans í Morgunblaðinu í dag, 17.4.2012 s.19, felur í sér þá  grundvallarforsendu að allar aflaheimildir yrðu settar á uppboð á frjálsum markaði. Það myndi fullnægja "ákvæðum mannnréttinda um atvinnufrelsi og jafnrétti allra manna".

Þetta væri hægt að útfæra þannig að heimildum væri fyrirfram skipt í fjóra jafna aflaflokka eftir tegund útgerðar:

1) Togarar
2) Trillubátar
3) Fiskiskip önnur en togarar og trillubátar, öll þar á milli.
4) Strandveiðar landsfjórðungum og löndun eftir þeirri svæðaskiptingu.

 Magnús bendir réttilega á að í slíku uppboðskerfi byðu útvegsmenn og -fyrirtæki í aflaheimildir hver eftir sinni getu og kostnaðarstrúktúr og myndi það væntanlega tryggja hámarksleiguverð fyrir ríkið. Ekki væri um pólitíska úthlutun að ræða og möguleikar opnir fyrir nýliðun, eðli málsins samkvæmt. Leigutími aflaheimilda yrði að vera til nægilega langs tíma, t.d. 15-20 ára, og heimildir til framsals aflaleyfa væru eðlilegar innan hvers útgerðarflokks.
Þá telur Magnús rétt að skylda beri að allur landaður afli fari á fiskmarkað til að tryggja jafna aðstöðu hlutaðeigandi aðila.

Sú skynsemi felst í ofangreindum tillögum að svipaðar hugmyndir hefur bloggari hlerað í umræðum við nokkra sjómenn, bæði varðandi skiptingu aflaheimilda eftir útgerðaflokkum og það réttlætismál að allur afli fari á markað.


mbl.is Magnús Thoroddsen: Pólitískt möndl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Hins vegar álít ég að leigutími til 15-20 ára sé allt of langur. Eðlilegt er að miða hann við afskriftatíma viðkomandi eigna samkvæmt skattareglum, sem algjört hámark.

Þar af leiðandi færi lengd leigutíma eftir tegund eða flokki fiskiskipa að því er útgerð varðar og húsnæði að því er fiskvinnslustöðvar varðar.

Sé leigutími aflaréttinda þannig að hámarki miðaður við afskriftatíma fiskiskipa ætti hann í hæsta lagi að vera 5 til 10 ár, væntanlega að mestu háð skipastærð.

Samkvæmt núverandi fyrningarhlutföllum umræddra eigna er fyrningartími fiskiskipa á bilinu 5 - 10 ár,

fyrir verksmiðjuhúsnæði (t.d. í fiskvinnslu) á bilinu 16 - 33 ár,

og fyrir fiskvinnsluvélar á bilinu 3 - 10 ár.

Skv leiðbeiningum um skattframtal rekstraraðila, RSK 1.04, og skýrslu um Eignaskrá, RSK 4.01, eru:

"Árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni einstakra eigna ...":

Fiskiskip í fyrningaflokki nr. 2:

"Að lágmarki 10%, að hámarki 20%". Ásamt fylgihlutum þeirra, þ.e.

Fyrn.flokkur 3: Verksmiðjuvélar og hvers konar iðnaðarvélar og tæki: að lágmarki 10%, að hámarki 30%".

Verksmiðjubyggingar í fyrningaflokki nr. 6: 3% - 6%,

en skrifstofubyggingar 1% - 3%.

Bryggjur og plön: 6% - 8%.

Vinnubúðir: 7,5% - 10%.

Keypt viðskiptavild: 10% - 20%

Kristinn Snævar Jónsson, 28.4.2012 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband