Hverra hagsmuna gætir Matvælastofnun í reynd?

Sú fáránlega spurning vaknar við lestur frétta um að Matvælastofnun (MAST) hafi ákveðið að leyfa dreifingu skilgreinds iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu, þá loks að hún áttaði sig á því hvers kyns var eftir tilvist saltsins á markaði í um 13 ár frá því árið 1998, hverra hagsmuna stofnunin gætir fyrst og fremst í reynd: Kostnaðar- og viðskiptahagsmuna innflutningsaðila umrædds salts og viðskiptavina hans, eða neytenda.

Þar sem við ættum að geta gert ráð fyrir því að virðulegir 80 starfsmenn stofnunarinnar kunni að lesa og ættu jafnframt að geta skilið að umbúðamerkingin "Industrisalt" á dönsku þýðir iðnaðarsalt á íslensku þá kemur eitthvað annað til með leyfisveitingunni.

Að stofnunin skuli, samkvæmt fréttum, hafa vísvitandi leyft áframhaldandi dreifingu iðnaðarsaltsins í mat landsmanna í nóvember s.l. í bága við reglur þar um er stórfurðulegt mál, hliðstætt og á við um málið um of mikið kadmíum í áburði sem upp kom fyrir nokkrum vikum þegar landsmenn voru fyrir löngu búnir að borða viðkomandi matarafurðir með blessun MAST. 

Semur stofnunin eigin vinnureglur við hlið laga og reglugerða sem fara í bága við lögin eða er starfsfólkið búið að vera á frívakt gagnvart þessum málaflokki undanfarin 13 ár og ekki gert eigin athuganir á innflutningnum?

Hægt væri að álykta að annað hvort séu viðmiðunarreglur um flokkun á iðnaðarsalti og matarsalti rangar (að mati stofnunarinnar) og hún því farið eftir að sínu mati á "réttum" viðmiðum, eða að skilningur stjórnenda og starfsmanna stofnunarinnar á hlutverki sínu sé rangur.
Sé hið fyrrnefnda tilfellið þarf að endurskoða viðkomandi lagasetningu um viðmiðunarmörk, en hitt stendur upp úr að samkvæmt fréttum virðist MAST ekki hafa farið eftir settum reglum - og ekki í fyrsta skipti.
Ráðherra, sem stofnunin heyrir undir, hlýtur að átta sig á því að eftirlitsstofnun sem veitir falskt öryggi er verri en engin.


mbl.is Stofnanir deila um salt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband