Hva?! Erlendir fjárfestar! Já-sinnar segja hið gagnstæða!

Frétt um að erlendir auðkýfingar hafi fjárfest í fyrirtæki á Íslandi ætti að segja íslenskum kjósendum að þær fullyrðingar meðmælenda hinna glórulausu Icesave-laga um að allur alþjóðlegi fjármálaheimurinn loki á Ísland verði lögunum hafnað er hrikalegur misskilningur, mismat, heimska eða í versta falli blekkingar einar.

Eins og ég bendi á í pistli mínum um það hvað ráði fyrst og fremst áhuga erlendra fjárfesta og fjármagnseigenda við val á fjárfestingarvalkostum er það vænt arðsemi af fjárfestingunni að teknu tilliti til áhættuþátta, en ekki tilfinningaríkur söguburður aftan úr svartri fortíð einn saman. Undir þetta sjónarmið tekur skynsamur og hreinskilinn hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.

Hið skynsama sem  ríkisstjórn Íslands þarf að gera betur er að gera rekstraumhverfið á Íslandi sem mest aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og efnahagsumhverfið stöðugt.
Síhækkandi skattar og íþyngjandi álögur á atvinnulíf og sífellt hringl með þessi atriði fælir erlenda fjárfesta frá landinu. Þetta verður ríkisstjórnin að skilja, en tveggja ára saga hennar ber því ekki vitni að hún fatti þetta. Ef til vill getur hún ekki fattað þetta einstrengingslegra "hugsjóna" sinna vegna.
Svo virðist vera sem að það sem hún telji góðar aðgerðir fyrir þjóðarhag og réttlæti hafi þvert á móti lamandi áhrif á athafnalífið í landinu og þar með eyðileggjandi áhrif á hag almennings og fyrrum launþega sem enga atvinnu fá nú orðið. - Allt út af misskilningi eða vanþekkingu á mannlegu eðli að því er lýtur að fjárfestingum!


mbl.is Erlendir auðkýfingar inn í MP banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband