Hunsa ber kúgun

Allir sem vilja ekki láta kúga sig hunsa hótanir kúgara með samstilltum viðbrögðum.

Ef einhver aðili reynir að kúga aðra eftir sínum vilja, t.d. með hótunum um óhagstæð viðskiptakjör eða um að hætta að kaupa af þeim vörur og þjónustu, geta allir þeir sem hótað er gert slíka kúgunartilraun að engu með því að taka sig saman um að gegna í engu slíkri hótun.
Þá gæti kúgarinn ekki látið verða af hótunum sínum nema með því að skaða sjálfan sig mest, við það að allir þessir aðilar hætta að versla við hann.
Með slíku samstilltu átaki, eða “þegjandi” samkomulagi um að hunsa slíkar hótanir kúgara, er hótunarvald hans gert að engu.
Ef hann vill þá ekki hafa verra af sjálfur mun hann því ekkert láta verða af hótunum sínum.

Ein afleiðing af kúguninni væri sú að hinir kúguðu myndu auka innbyrðis viðskipti sín á milli í staðinn með tilheyrandi vexti í eigin starfsemi, en kúgarinn sæti uppi með sinn varning eins og svartapétur eftir að hafa þannig málað sig út í horn.
Hann félli þar með á eigin bragði.

Enginn á að láta kúga sig með þessum hætti vegna þess að þá gengur kúgarinn á lagið og hinir kúguðu verða kúgaðir áfram í vaxandi mæli. Þar í felst mikið tap fyrir þá, óendanlega mikið meira en það sem þó fólst í upphaflegri kúgun.

Hér á kreiki eru margar hótanir og blikur um kúgun þessa dagana og víða í heiminum, nær og fjær.
Með samstilltu átaki, í hóp eða formlegum sem óformlegum samtökum, er hægt að bregðast við hótunum einfaldlega með því að "gera ekki neitt" annað en að benda á og viðhalda samtakamættinum um þá lýðræðislegu sýn að láta ekki kúgast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll  Kristinn, þetta eru orð að sönnu og mig langar til að bæta við að þegar við ákveðum að yfirgefa vandamálin sem okkur eru ætluð þá hafa eigendur þeirra ekki lengur vald yfir okkur.  Þetta kúgunar kerfi vandamála er eins og spilaborg sem byrjar að hrynja þegar fleiri en einn yfirgefa hana því það erum við sem höldum henni saman.   Það er ekki svo að þeir hafi byggt þessa spilaborg, heldur hafa þeir fengið okkur til þess vegna þess að við erum alinn upp í þeirri trú að það sé okkur fyrir bestu, en það þjónar eftir sem áður þeirra hagsmunum.  Um leið og við segjum takk fyrir við höfum fengið nóg og höldum áfram með líf okkar í þá átt sem við viljum eru völd þeirra yfir okkur að engu orðin.

Magnús Sigurðsson, 8.12.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband