Bara tveir á flokksráðsfundi VG?

Ég verð nú að lýsa hneykslan minni á málvillum fréttamanna hér á mbl.is eins og Ómar Ragnarsson gerði um daginn.
Eftir orðanna hljóðan í eftirfarandi lokasetningu fréttarinnar segir fréttamaður að aðeins tveir hafi verið á fundinum. Hann segir:

"Katrín áréttaði að Vintstri grænir hefðu alla tíð rökrætt á opinskáan og beinan hátt en að hennar mati væru fundargestir allir í góðri sátt hvor við annan."

Nú sýnir myndin sem fylgir með fréttinni þrjár persónur, þannig að það hafa þá verið a.m.k. þau þrjú á fundinum sem þar standa; Fjögur, að ljósmyndara Morgunblaðsins meðtöldum! Í fréttinni hefði því átt að standa að fundargestirnir hafi allir verið í góðri sátt hver við annan.

mbl.is verður að sýna meiri metnað varðandi málfar sitt til að halda virðingu sinni og ef hann/hún/það vill ekki vera vændur/vænd/vænt um að hafa rangt mál fyrir lesendum sínum.

Það er reyndar spurning, varðandi ofangreinda setningu sem vísað er til í fréttinni, hvort fréttamaður hafi í reynd verið að hafa seinni hluta hennar orðrétt eftir menntamálaráðherra. Ef svo er beinist þessi gagnrýni að sjálfsögðu að menntamálaráðherra landsins í staðinn; En, fréttamaðurinn hefði þá átt að leiðrétta villuna og taka menntamálaráðherrann í íslenskutíma svo lítið bæri á síðar, ókeypis. Ekki er hægt að senda hana í Háskólann að svo stöddu sökum sparnaðar menntamálaráðuneytisins þar á bæ.


mbl.is Flokksráðsfundur VG settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband