"Eftir sínu viti"!

Ekki er að furða að varnarbandalagið furði sig á furðulegum orðum forsætisráðherra, enda eru þau merkingarlaus og hljómuðu hjá ráðherranum eins og rulla sem samin er fyrirfram af leikritsskáldi sem leikarinn skilur ekki hvað þýðir en þylur bara með tilburðum.

Forsætisráðherrann okkar sagði í fréttaviðtali við já-fréttamann á rúv að þetta væri skoðun sín samkvæmt "sínu viti". - Það er nú svo. Þar fór í verra. Ja, Guð blessi Ísland! Ekki veitir af.

Ekki er að furða að ástand landsmála er eins dapurlegt og það er; Landstjórnin spólandi á einu hjóli í sama hjólfarinu í Icesave-málinu og enginn um borð í ríkisstjórnarlimósínunni veit hvað gera þarf, enda tekur stjórnin ekki góðum ráðum þar að lútandi. Áttar sig ekki á því hvað góð ráð eru. Hefur bara "sitt vit" að leiðarljósi.

 


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband