Fjallræða sr. Gunnars

Frábært uppátæki hjá sr. Gunnari Kristjánssyni að brydda upp á þessari nýjung í Esjuhlíðum.

Ég er illa svikinn ef hann hefur ekki komið inn á upplífgandi sæluboð Fjallræðunnar í ræðu sinni þar. Oft var þörf en nú er nauðsyn, á þessum dögum þar sem margir telja sig sjá lítið annað í lífi sínu en pínu og píslir, reyk og eimyrju. Fólk þarf því að leggja rækt við að lifa fremur en að líða.
Ekki var þó "dökka díla" að sjá í náttúruferskri Mývatnssveitinni í dag, eftir fréttum að dæma, þar sem fólk á "píslargöngu" og væntanlega í minningu frelsara síns baðaði sig í kyrrðinni og rónni í Guðs hvítri snjóupplýstri náttúrunni.

Veðurbarinn hópurinn fáliðaði sem hlýddi á fjallræðu sr. Gunnars í dag hefur greinilega haft meiri áhuga á því sem þar kom úr því efra og frá Reynivöllum heldur en því sem kemur úr því neðra í suðurhálsum!


mbl.is Messaði við Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband