Fólkið í sóknunum er kirkjan

Hárrétt athugað hjá Óskari Magnússyni bónda. Söfnðurinn er kirkjan, en gríska orðið fyrir "kirkju" merkir einmitt söfnuður, eða samsafn fólks.
Bóndinn hefur tekið eftir hinu augljósa, að mannskepnan er félagsvera, og að þannig söfnuður fyrirfinnst fyrst og fremst í nærsamfélaginu, í grasrótinni - enda bóndi kunnugur öllu er lýtur að grasi. 

Þetta er ennfremur sá grundvöllur sem guðfræðingurinn og heimspekingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834), oft nefndur "faðir þjóðkirkjuhugtaksins", sá einna helst til að sporna við hinu hverfandi kirkjustarfi á sínum tíma í kjölfar Upplýsingastefnunnar. Hann benti m.a. á það að maðurinn er félagsvera og leiti eftir samfélagi við aðra til að deila með hugsunum og tilfinningum sínum. Hin sanna kirkja sé hvar sem trúaðir koma saman.

Meðal annarra hefur Dr. Gunnar Kristjánsson, fv. sóknarprestur, fjallað um hvernig rætur þjóðkirkjuhugtaksins liggi í kirkjuskilningi Schleiermacher. Við viðreisn kirkjunnar í Þýskalandi í byrjun 19. aldar hafi hann álitið að kirkjan þyrfti að verða kirkja fólksins að nýju. Einnig að kirkjan þurfi að ná fótfestu meðal fólksins fyrir boðskap sinn og hann verði því að eiga erindi við einstaklinginn og þar með þjóðina. Kirkjan, söfnuðurinn, þurfi að losna undan kirkjuvaldinu sjálfu (eins og það var þá þar í landi tengt ríkjandi konunglegu einveldi; innskot pistilhöfundar). Það gæti aðeins gerst með því að fólkið axlaði sjálft ábyrgð með nýju skipulagi, svo sem með sóknarnefndum og almennri virkni hins almenna safnaðarmeðlims. Þetta þýddi fráhvarf frá forræðishyggju þess tíma. - Þarna benti Schleiermacher á grunninn að hugmynd að þeirri þjóðkirkju sem síðar náði útbreiðslu, m.a. hérlendis. (Sbr. Gunnar Kristjánsson, 2002 : Rætur þjóðkirkjunnar- Um guðfræði Schleiermachers, Kirkjuritið 2002, 69 (2), s. 7-10.)

- Nú er spurning hvort hluti af því höggi sem íslenska þjóðkirkjan á nú undir að sækja felist í forræðishyggju er birtist í þeirri meintu miðstýringu gegnum Biskupsstofu sem grasrótarbóndinn gerir að umtalsefni.


mbl.is Sóknirnar eru kirkjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þjóðkirkjan mætti gjarnan brjóta oftar upp sínar sérmoníur í sunnudagamesunum og bjóða upp á spurningar og svör inn í krikjunni.

Best væri ef að hún setti einhverja SPURNINGU  í allar sínar messu-auglýsingar eins og er hjá öllum fyrirlesurunm sem að halda fyrirlestra.

Spuringin þyrfti að vera það áhugaverð að hún trekkti að.

Málið snýst ekki um að eitthvert eitt svar sé alltaf rétt;

heldur það að allir koma með eitthvert púsl inní myndina

og við getum öll lært af hvert öðru;

það er UMRÆÐAN OG SAMTALIÐ sem að skiptir meira máli 

heldur en klukkutíma-löng einstefnuræða og síðan er fundi slitið.

Jón Þórhallsson, 6.11.2020 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband