Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sinubruni hjá bændum í Borgarfirði

Nú brennur sina í Borgarfirði og leggur þykkan dauðmengandi reykjamökk upp eftir Norðurárdal í hægum andvara af suð-suðvestan.

Dimmir verulega í lofti og sést varla til sólar, sem skein glatt á heiðskírum himni áður en ófögnuðurinn gaus upp.

Ekki kemur fram í lélegri fréttinni hvort bændur hafi sjálfir kveikt ósómann eða hvort eldur hafi kviknað fyrir slysni.

Hafi þetta verið vísvitandi gert af bændum eru viðkomandi  varla með fullu viti og búnir að gleyma stórbrunanum í gróðri á Borgarfjarðarmýrum fyrir nokkrum árum. Einnig kæra þeir sig þá kollótta og sauðflekkótta um það að einmitt um helgar eru hinir fjölmörgu sumarbústaðir í hinum fagra Borgarfirði sneisafullir af fólki sem komið er langt að til að njóta paradísarinnar þar í sveit og súrefni; Hefði þá verið viti nær að brenna sinu ekki um helgar af tillitssemi við gestina.

Spurningin er: Kveiktu bændur umhverfismengandi og lífeyðandi ófriðarbálið af ásetningi?


mbl.is Sinueldur í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með samhygð eflumst

Hjartanlegar samúðarkveðjur til aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna í Noregi, frændþjóðar okkar Norðmanna og annarra sem eiga um sárt að binda.

"... góðmennskan og samhugurinn efla dáð." (úr Hugarstríð á Lífsins gangur (KSJ03 CD), 2008).

Mínar hugheilu kveðjur með Hughreystingu í Talandi tónum (sbr. instrumental lag mitt hér á spilaranum mínum).


mbl.is „Fátt hefur komið verr við mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofsvert framtak

Þetta lýsir framsýnni uppbyggingarstefnu í framkvæmd. Þökk sé aðstandendunum.

Svona aðgerðir eru vel til þess fallnar að byggja upp vistvæn gildi hjá upprennandi kynslóðum landsins og vekja hjá þeim tilfinningar fyrir verðmæti þess sem slíku, þar á meðal ósnortinni náttúru, og nauðsyn á þess háttar umgengni um það sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Ekki veitir af því.
Það er þó ekki síður gott sjálfra þeirra vegna persónulega, að þau öðlist slíka reynslu og þekkingu við eigin skynjun fremur en bara af afspurn.

- Eða, eins og ég orti í texta við lagið "Landið sem lengi var" á plötunni minni Kveikjur (sbr. afrit í tónspilaranum á bloggsíðunni minni):

"Þá börnunum okkar við bjóðum stað,
þar sem bergmálar aldanna kyrrð.
Þeim ómetanlegt er að upplifa það,
sem ósnortið kom úr ára firð."

Lifið heil!


mbl.is Vaxandi vinsældir náttúrulegra leiksvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband