Hver eru rökin gegn eflingu Alþingis?

Mér sýnist Vigdís Hauksdóttir færa hér skilmerkileg rök fyrir máli sínu til að efla störf Alþingis.
Ef þær forsendur eru réttar, sem hún bendir á í rökstuðningi sínum, fyrir því að efla sjálfstæði Alþingis í mati á lagalegum atriðum við gerð frumvarpa og öðru í þeim dúr þá eru það mjög góðar og uppbyggilegar hugmyndir sem hún ber hér fram.
Það sætir reyndar furðu að svona skuli vera í pottinn búið með starfsumhverfi Alþingismanna og löngu tímabært að bæta þar úr og í þessa veru sem Vigdís ræðir um ef ástandið er svona slæmt. Það væri til þess fallið að styrkja lýðræðislega stjórnarhætti. Vilja stjórnmálaflokkar það e.t.v. ekki?

Maður spyr sig því hver mótrökin eru gegn þessum að því er virðist góðu hugmyndum.


mbl.is Sagði þingmann hafa fallið á prófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil að forsætisráðherra verði kosinn yfir sameiginlegar framkvæmdir kjördæma og utanríkisstefnu á 6 ára fresti. Skipar hann fagfólk undir til að gegna yfirmannsstöðum sjálfsábyrgra ráðneyta [ráðherra], sem nýtur m.a. þjónustu framútskarandi stofnanna Ríkisins. Þingfulltrúar til að samþykkja fjárlög faghæfa liðsins koma svo inn á þing úr kjördæmunum á 4 ára fresti. Líka mætti hugsa sér að fulltrúarnir bæru upp tillögur til skoðunar af faghæfa liðinu.

Núverandi kostnaður við þinghald myndi svo millifærast að hluta yfir í fagstofnanir.  Við erum að tala svipað kerfi og í EU. Færa kjaftæðið heim í héröð [kjördæmi] og stofna embætti umboðsmanns þingfulltrúa til að trufla ekki faghæfa liðið.

Júlíus Björnsson, 16.4.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Athyglisvert.

En, hvernig er "tryggt" að forsætisráðherra velji ekki óhæfa/ófaglega vini eða flokksmeðlimi sína í öll ráðherraembættin? Samkvæmt þessu væri hann með alræðisvald í ráðherravali.

Hvað sitja þingfulltrúar lengi á ári á þingi?

Hvernig yrði sambandi þingfulltrúa og framkvæmdavaldsins háttað við undirbúning fjárlaga? Ekki ætti "faglega liðið" að ráða pólitískri mótun fjárlaga þótt það myndi sjá um faglegar útfærslur í þessu dæmi með hagsmuni þjóðarheildarinnar að leiðarljósi.

Kristinn Snævar Jónsson, 18.4.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband