Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Frábær árangur

Rík ástæða er til að óska starfsmönnum og eigendum hugbúnaðarfyrirtækisins Annata til hamingju með frábæran árangur við þróun og markaðssetningu viðskiptahugbúnaðar.

Stofnendur og starfsmenn Annata í upphafi voru þá þegar afar færir við allt sem lýtur að árangursríkri hönnun, forritun og gangsetningu hugbúnaðarkerfa og verkefnastjórn þar að lútandi og hafa síðan á þeim sterka grunni markað sér farsæla stefnu við þróun lausna og landvinninga, eins og sjá má.

Til hamingju! Hugvitið verður í askana (og gjaldeyrissjóð) látið!


mbl.is Annata fær verðlaun frá Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitið í askana

Á dæminu um heildarlausn verkfræðifyrirtækisins Alu1, sem bar sigurorð af erlendum keppinautum sínum samkvæmt viðhangandi frét, sannast að bókvitið verður í askana látið fyrir rest þegar til lengri tíma er litið.

Til hamingju með þetta. Þetta hlýtur að vera og ætti að vera hvatning fyrir aðra að feta slíka leið.

Sömuleiðis er það vísbending til yfirvalda að markviss uppbygging menntunar skilar sér um síðir og til frambúðar sem undirstaða velmegunar þjóðarinnar ef rétt er á haldið.
Þar verður þó að gæta þess m.a. að fara ekki offari í tilkostnaði og haga námsframboði og menntunar- og starfsvalshvatningu þannig að hver og einn fari þá leið sem honum og samfélaginu hentar.


mbl.is Gera milljarðs samning við Norðurál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram gogoyoko

gogoyoko er frábær hugmynd, sem markaðssetur sig undir slagorðinu "You are in control", "þú stjórnar".

Þar geta tónlistarmenn ókeypis komið tónlist sinni á framfæri á markaðssíðunni, hver í sinni netbúð, t.d. KrisJons, þar sem allir í heiminum, sem hafa aðgang að Internetinu, geta kynnt sér það sem í boði er og keypt af síðunni og hlaðið samstundis niður á eigin tölvu á mp3-formi. Hugsa sér! - alheimsbúð sem opin er allan sólarhringinn alla daga ársins, líka á frídögum! Þarna má nú finna tónlist allt frá óþekktum höfundum og tónlistarfólki upp í þekkt listafólk eins og Sigur Rós og Björk, að því er íslenska tónlist varðar. Þarna gefur að líta verk sem margir hafa aldrei séð né vitað um.

Almenningur getur skráð sig inn sem notanda ókeypis og "streymihlustað" á allar plötur og lög sem sett hafa verið inn á vefinn, hver með sinni tölvu. Hægt er að kaupa stök lög. Hver listamaður verðleggur sín lög og plötur; hann stjórnar! Söluvirði að frádregnum virðisaukaskatti gengur síðan nær óskert til listamannsins sjálfs, þ.e. 90% !!!, en 10% er haldið eftir af gogoyoko sem ver því til góðgerðarmála eins og hugmyndin var kynnt í upphafi. Frábær hugmynd!

Kynntu þér www.gogoyoko.com og veittu tónlist inn í líf þitt við vinnuna í tölvunni!


mbl.is Sigurjón Sighvatsson slæst í hóp fyrirlesara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband