Ekki frekari töf á útgáfu skýrslunnar!

Þrátt fyrir, að sögn nefndarmanna, hrikalegt innihald skýrslunnar þá verða þeir að blása í sig kjark til að koma skýrslunni fyrir sjónir almennings án frekari tafa. Það er löngu tímabært að lokið verði við hana til útgáfu.
Þjóðin getur ekki á heilli sér tekið fyrr en sannleikurinn um bankahrunið og aðdraganda þess hefur komið fram, undanbragðalaust. Skýrslan er vonandi þannig úr garði gerð að sæmilega auðvelt verði fyrir almenning að átta sig á málsatvikum.

Það segir sig eiginlega sjálft að nefndin getur varla svarað í fyrstu umferð, þ.e. í skýrslunni, öllum flötum allra mála. Spurningar munu vakna sem krefjast frekari útskýringa af hálfu nefndarinnar á grundvelli þeirra gagna sem hún hefur haft undir höndum. Þess vegna verður að láta slag standa og birta skýrsluna þó svo að nefndarmenn haldi e.t.v að ekki hafi verið fyrir öllu séð í eitt skipti fyrir öll. Einhverjir lausir endar hljóta að koma í ljós eðli málsins samkvæmt.

Þegar fleiri en nefndarmenn sjá skýrsluna mun það einungis flýta fyrir því að beina athygli að og draga fram atriði sem þýðingu hafa. Betur sjá augu en auga!
Almenningur mun því hjálpa til við að draga fram sannleikann með þeim hætti.

Sem sagt: Ekki frekari töf á útgáfu skýrslunnar!
Afar brýnt er að birta skýrsluna fyrr en seinna, Þjóðarinnar vegna!


mbl.is Andmælafrestur framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband