Þegja um rök Lipietz gegn nýlenduveldunum

Það er athyglivert að úr því að hollensk (og líkast til einnig bresk) stjórnvöld eru svona vel upplýst um umræðuna um Icesave-málið í fjölmiðlum á Íslandi að þau skuli ekki víkja einu orði að grein Alain Lipietz í Morgunblaðinu í dag, 12.2.2010, s. 19, "Íslendingar skulda ekkert". Þar heldur Lipietz fram ítrekað því rökstudda mati sínu að íslenska ríkinu beri ekki að yfirtaka skuldbindingar einkabankanna. Ennfremur að bresk og hollenstk stjórnvöld séu að kúga smáþjóðina Ísland með órétti.

Skyldi þess þögn bresku og hollensku kúgaranna vera vegna þess að þeir vita að rök Lipietz eru sannleikanum samkvæmt? 
Vita þeir ekki fullvel að ekki er hægt að mæla þeim í mót þótt íslenskir ráðamenn hafi snúið út úr þeim og virðast ekki geta lesið Tilskipun ESB 94/19 hvorki upp á eigin spýtur né með aðstoð hlutdrægra lögspekinga?

Aftur á móti má svo enn og aftur spyrja hvað leikmennirnir í íslensku ríkisstjórninni halda að þeir viti betur en sérfræðingurinn Lipietzt um viðkomandi regluverk ESB, úr því að þeir hafa ólmir viljað láta undan kúgunum gömlu nýlenduveldanna í þessu máli. Þetta er óskiljanleg þrjóska, enda virðist ríkisstjórnin leitast við að starfa undir huliðshjálmi ógegnsæis.


mbl.is Áform um Icesave í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Góðir punktar hja þér, og það er alveg ótrúlegt hvað Ríkistjórnin er ákveðin í að láta okkur skattgreiðendur borga þennan reikning.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.2.2010 kl. 00:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það gerir  EEEE.SSSS.BBBB.

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2010 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband