Engin rök og lítil upplýsing

Í fréttaviðtali BBC heyrði ég engin rök hjá blessuðum forsætisráðherranum fyrir því hvers vegna það "sé mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að fá sem fyrst aðild að Evrópusambandinu", bara snjáðu órökstuddu klisjuna, sem aðeins hluti "íslensku þjóðarinnar" og ríkisstjórnarninnar þylur þegar biðlað er til Evrópuþjóðanna.
Það er ekki réttmætt að gefa í skyn að "íslenska þjóðin" telji það mikilvægast nú að fá aðild að Evrópusambandinu. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um það ennþá. Þetta er bara mat forsætisráðherrans í viðtalinu.
Forsætisráðherrann minntist ekki á afleita skuldastöðu þjóðarbúsins né það meginverkefni að klást við hana og hvernig, eða hvaða þátt erlendir aðilar gætu spilað í því viðreisnarverkefni í stað þess að standa þar í vegi.

Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að gera grein fyrir vandamálum í íslensku efnahagslífi og fyrirliggjandi verkefnum stjórnvalda, sem hefði mátt nýta til að auka skilning útlendinga á illyrmislegri skuldastöðu landsins, en jafnframt þeim styrku stoðum sem landið hefur þó og byggir á og ánægjulegum viðsnúningi í viðskiptajöfnuði landsins gagnvart útlöndum.
Að vísu kemur fjármálaráðherrann sem betur fer örlítið inn á það atriði og hlutverk krónunnar í þeim viðsnúningi.

Hér hefði mátt bera fleira á borð en gert var til að efla traust og tiltrú útlendinga á íslensku efnahagslífi jafnframt því að greina vandann og auka jákvæðni í garð Íslendinga.


mbl.is Ísland í brennidepli á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband