Af Sigurðum Fáfnisbönum

Evrópusamtökin hafa á bloggsíðu sinni gert lítið úr ferli Sigfried nokkurs Hugemann, sem skrifaður er fyrir grein í Morgunblaðinu, mánudaginn 5. okt. s.l., "Ísland og ESB - áhætta og ávinningur"; Fannst þeim lítið finnast um hann á Google er leitað var þar og virtust menn þar á bæ telja það til merkis um lítinn slagkraft í skrifum hans. Það er svo, og við getum allt eins í gamni kallað hann Sigurð Fáfnisbana eftir fornafni hans í samræmi við hina þekktu goðsögn.

Það sem skiptir þó mestu máli í sambandi við greinina er hins vegar sá hugvekjandi rökstuðningur og ábendingar sem þar koma fram.

Í greininni leggur Sigfried þessi til atlögu gegn "dreka" nútímans, sem enn er á söguslóðum goðsögunnar, þ.e. í Evrópu.
Dregur hann upp mynd af hliðstæðu aðildarumsóknar að ESB við tildrög að undirritun Gamla sáttmála 1262 er Íslendingar gengu Noregskonungi á vald og afsöluðu sér þar með sjálfstæði sínu. Hvetur hann Íslendinga til að gera sér grein fyrir hörmulegum afleiðingum aðildar að sambandinu, sem felast m.a. í glötuðum auðlindum og þar með möguleikum á að vinna þjóðina út úr núverandi skuldafjötrum, sem er þvert á væntingar aðildarsinna. Íslendingum hafi þó tekist á ca. 700 árum að endurheimta sjálfstæði sitt á ný með stofnun lýðveldisins 1944, en því yrði aldrei að heilsa í reynd eftir að inn í ESB væri komið. Klykkir hann út með hvatningu sinni til íslensku þjóðarinnar: "Ísland frjálst og erlenda yfirboðara burt!"

Ég hvet fólk til að lesa greinina, hvar svo sem skoðanir þess og hugur liggja núna, í fleti drekans eða utan. Hún ætti að vekja alla lesendur til umhugsunar.
mbl.is Skammaður af ESB-sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er nýsjálendingur og nokkuð víst að hann talar af reynslu. Evrópusinnar urðu sér algerlega til skammar í þessum slanduryrðaflaumi og sýndu virkilega sitt rétta eðli. Rökþrota og ergilegir. Ekki hefur bók bandamanns þeirra Eiríks Bergmann kætt þá mikið í dag heldur.  Þar jarðar hann þetta trúboð og flumbrugang endanlega.  Það er vonandi að þetta fólk fari að halda kjafti upp úr þessu og snúa sér að því sem meira máli skiptir.  Við eigum að bakka út úr þessu strax. Meirihluti þjóðarinnar var og er andvígur þessu og það skal virt.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband