Ótrúlegur gjörningur - Sagan endurtekur sig

Ég hef oft hlustað á fólk sem kom til Íslands í frægri siglingu með Esju frá hersetnum Norðurlöndum rétt eftir seinni heimsstyrjöldina 1945. Allir farþegarnir voru frelsinu fegnir eftir margra ára dvöl í m.a. Danmörku og Noregi undir hersetu Nasista, en hafði reyndar líka búið í Svíþjóð sem var eða átti að heita hlutlaust svæði þá.
Meðal annarra um borð í þessari mögnuðu sjóferð til frelsisins á gamla góða Íslandi var umrædd persóna, Jón Leifs. Mér þótti það dálítið skrýtið að heyra að tónkáldið sjálft var haft afsíðis á skipinu og fólk virti hann varla viðlits; hann var ekki hafður með í fagnaðarsöng þess á leiðinni heim - og mikið var víst sungið. Mér fannst þetta í fyrstu óskiljanlegt og illa gert gagnvart samlanda.
Ég skildi það smám saman betur eftir að upplýsingar um ástæðuna fóru að koma betur í ljós. Þetta fólk vissi nefnilega á eigin skinni hvaða öfl tónskáldið hafði verið að daðra við í fánum prýddum sölum áróðursmaskínunnar hjá einræðisherrunum þýsku: Að bjóða erlendu hervaldi konungdóm yfir landi íslensku þjóðarinnar, gersemi sem þeir þremenningarnir Jón og félagar áttu ekki! (Eða, í hvers umboði töluðu þeir annars? Hvers vegna var yfir höfuð hlustað á þá félaga í áheyrnarsal Göbbels?). Hinir frelsisfagnandi Íslendingar um borð á Esjunni á heimleið dýrkuðu ekki tónskáldið beint fyrir vikið. Í ljósi sögunnar um "landsölutilboð" þeirra félaga skildi ég andúð heimfaranna í hans garð um borð á Esjunni betur.

Þetta er ótrúlegur gjörningur hjá þeim þremenningunum og e.t.v. hlægilegur, a.m.k. þegar horft er á hann úr fjarlægð núna um 70 árum síðar.
Fólk skyldi þó í dag velta þessari uppákomu vandlega fyrir sér í ljósi þeirra atburða og gjörninga sem nú eru vofandi yfir Íslandi mannsaldri síðar. Er sagan e.t.v. að endurtaka sig?

Nú stendur nefnilega aftur til að reyna að koma Íslandi undir evrópskan hatt og skikk! Núna er bara ekki um einn óþekktan embættismann í Þýskalandi að ræða, sem koma á til valda, heldur heilu bandalagi, Evrópusambandinu.
Einnig eru það ekki einungis auðnulausir þrír einstaklingar staddir á erlendri grundu í áróðursundrinu miðju sem ætla sér þannig að taka ráðin af landinu, heldur heilu stjórnmálafylkingarnar hérlendis.
Maður spyr sig hvort það sé ekki jafn ótrúlegt og hlægilegt og umrædd feilnóta Jóns Leifs.
Ef ekki, hvað er þá öðruvísi núna?

PS. Gamalt máltæki og speki segir: "Enginn má við margnum"!
 (... og hátt heyrist í vargnum!)


mbl.is Bauð konungdóm yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já, strumpar reyna að koma erlendum öflum yfir Ísland. Þetta er leikur sem nær lengra aftur en miðaldir. Sjálfstæðisbaráttan er erfið og virðist engann endi taka. Vegna manna sem sjá sér hag í að fjötra fjöldann. Þessir menn vinna innanlands sem utan og eru Íslendingar.

Ólafur Þórðarson, 8.8.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband