Landspítali og byggðastefna

Stefnu um rekstur Landspítalans þarf að skipuleggja í tengslum við byggðastefnu. Svo virðist sem margir þingmenn sjái málið ekki í því stærra samhengi eða vilji það ekki; Kæri sig þannig í reynd kollótta um hag fólks á landsbyggðinni.

Til þess að landið haldist í byggð, hringinn í kring, þarf grunnþjónusta eins og heilsugæsla og læknisþjónusta að vera til staðar "innan seilingar" ásamt sjálfbærum atvinnutækifærum og öðru nauðsynlegu í nútímasamfélagi.

Ef heilbrigðisþjónustan fer í burtu af landsbyggðinni til Reykjavíkur í of miklu mæli þannig að óásættanlegt yrði fyrir íbúa landsbyggðarinnar er líklegt að fólkið fylgi líka á eftir um síðir, jafnvel þótt að eignir þess í húsnæði á staðnum sætu eftir fastar eða seldust fyrir slikk. Það er óásættanlegt. Um það yrði engin þjóðarsátt.


mbl.is Fagnar tillögu um nýjan landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvað þarf EKKI að vera hugsað útfrá byggðarstefnu???

Sleggjan og Hvellurinn, 16.10.2013 kl. 19:45

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ég segi það nú!, Sleggja með Hvelli.
Svari nú þeir þingmenn og aðrir sem eru innlyksa í tilhugsuninni um nýjan ofurspítala í troðningnum niður með Hringbrautinni í Reykjavík; Og annað í þeim dúr.

Viljum við halda Íslandi utan höfuðborgar-svæðisins í byggð í framtíðinni? Ef svo er, eins og ég mæli með og trúi að margir fleiri vilji líka, þá dugir ekki að staðsetja obbann af heilbrigðisþjónustunni á einum punkti í Reyjavík á þeirri forsendu að landsbyggðarfólk sæki þangað mikið af þeirri þjónustu sem það þarf á að halda.
Það ætti að vera sæmilega ljóst, í ljósi fjarlægða í tíma og lengd og óvissum veðurskilyrðum og færð milli staða og tilheyrandi kostnaði.
Þess vegna þarf að skipuleggja uppbyggingu heilbrigðisþjóustunnar um landið sem eina samverkandi heild með viðhlýtandi þjónustu í byggðum landsins með hliðsjón af byggðaþróun.

Kristinn Snævar Jónsson, 16.10.2013 kl. 20:23

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skilur þú ekki þau einföldu staðreyndir að það er verið að færa landsspítalann í eitt hús en hann er núna á ellefu stöðum í reykjavík

Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2013 kl. 20:38

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það mætti halda, Sleggja með hvelli, að þú sjáir ekki út fyrir borgarmörkin eða viljir ekki líta til hagsmuna annarra en þeirra sem búa í Reykjavík og nágrenni. Eða, hefur þú ekki skilið í hvaða samhengi ég ræði spítalaþjónustu við landsmenn alla í pistlinum og athugasemdunum hér ofar og hvað hangir þar á spýtunni?

Kristinn Snævar Jónsson, 21.10.2013 kl. 23:47

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stórt land og strjálbýlt kallar á samnýtingu, skynsamlega heilsugæslu og hjúkrun. Forsvarsmenn háskólasjúkrahúss eiga hlut í þróuninni. Þurfa að hafa meiri víðsýni og staðsetja ekki þetta eina sanna í göngufæri við háskólann.

Samkeppni er nauðsynleg í sjúkrahúsabyggingum. Andstaðan við Landspítalann stafar af óþarfa eyðslu og er af sama toga og Gálgahraunsleiðin.

Ný bygging við Vífilstaði sem eru í eigu ríkissjóðs leysir úr brýnustu þörf. Þarf ekki að kosta nein ósköp. Hægt væri að fjármagna hana með því að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur strax. Peningar sem eru eign ríkissjóðs.

Sigurður Antonsson, 27.10.2013 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband