Eru eftirlitsstofnanir eins og fuglaskoðarar?

Afar athyglisverð og alvarleg  eru þau atriði sem Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir hér á um andvaraleysi löggjafans og framkvæmdarvaldsins varðandi eftirlit með fjármálageiranum á Íslandi, sem uppnefndur hefur verið "eftirlitsiðnaðurinn" af sumum.
Eru það kannske þeir aðilar sem vilja sem minnst efirlit, sem þannig tala og Páll gagnrýnir hér?

Þetta þurfa þingmenn vorir að gaumgæfa nánar og ekki láta leiðast út í sama andvaraleysið eins og fyrir hrun þegar vinnandi almenningur var í þeirri góðu trú að allt væri undir góðri stjórn og vökulum augum þingmanna, ríkisstjórnar og embættismanna ríkisins og ekki síst eftirlitsstofnana.

Ekki dugir að stofna til eftirlitsstofnana og skaffa fé og mannafla til þeirra af einskærum formlegheitum eða eins og um atvinnubótavinnu væri að ræða.
Jafnframt þarf að sjá þeim fyrir þeim lagalegu tækjum sem duga til að grípa inn í með refsandi og fyrirbyggjandi hætti þegar og þar sem eitthvað kemur í ljós sem getur ógnað efnahagslífi og samfélagi þjóðarinnar og títtnefndum „fjármálastöðugleika“.

Ekki dugir að eftirlitsstofnanir séu eins og fuglaskoðarar sem láta sér nægja að skoða fugla úr fjarlægð með kíki fyrir augum sér til ánægju, heldur verða þær jafnframt að geta brugðist hratt og vel við því sem þær sjá með viðeigandi hætti og slagkrafti sem eftir verður tekið.

Það væri virkt eftirlit í þágu almennings, umbjóðenda þingmanna og embættismanna ríkisins.

Til þess ætlast almenningur í góðri trú um heilbrigt eftirlitskerfi, án þess þó að það feli í sér alræðislegt eftirlit.


mbl.is Átta milljarðar í stjórnvaldssektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband