Kjarnakona talar - Og með Lennon og Ingólfi á Rás eitt

Kjarnakonan og Íslandsvinurinn Yoko Ono bendir hér hinum kjarnorkuvædda heimi á dæmi þar sem Ísland og ráðsmenn þess og ábúendur geti verið gott fordæmi á jákvæðan hátt, en væntanlega ef skynsamlega er að verki staðið. Hafi hún þakkir fyrir það.

Það er mikið gleðiefni að nú skuli vera hafin útsending á þáttum Ingólfs Margeirssonar heitins og Bítlaaðdáanda á Rás 1 í Ríkisútvarpinu um tónlist og texta og boðskap bónda hennar og fyrrverandi Bítils, John Lennon. Þar fjallar Ingólfur um feril Lennons eftir að Bítlarnir hættu saman sem hljómsveit um 1970 og hann fór á vit örlaga sinna vestur um haf með konu sinni og sálufélaga, Yoko. Þar fléttast inn í þáttur hennar og sameiginleg og ódauðleg og hughraust barátta þeirra beggja fyrir friði í heiminum. Þá, ekki síður en nú, var á brattann að sækja í þeim efnum.

Ímyndið ykkur hina djúpu visku um forsendur friðar sem kemur fram í lagi hans Imagine. "Hugsa sér frið"!, eins og Þórarinn Eldjárn túlkaði inntak textans í tengslum við friðarsúluna í Viðey.


mbl.is Hvetur Japani til að horfa til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband