Forsetinn synjar ólögunum um samþykki!

Það er með öllu ótækt út af fyrir sig að almenningur sé að taka á sig þessa gífurlegu fjárhagslegu áhættu sem fylgir samþykki á Icesave-samningnum.
Þar væri verið að skuldbinda þjóðina, almenning, til margra áratuga. Ríkisstjórn sem í mesta lagi tórir í um tvö ár til viðbótar og alþingismenn sem hafa ekki lengra umboð eiga ekki að hafa leyfi til að binda almenning, íbúa og skattgreiðendur Íslands, mörg (10?) kjörtímabil inn í framtíðina og rýra við það með stórkostlegum hætti lífskjörin.
Þess vegna verður ákvörðun um þetta að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rök sumra um að ákvarðanir um ríkisútgjöld henti ekki til þjóðaratkvæðagreiðslna eiga því ekki við í svona risavöxnu máli sem hefur afleiðingar í marga áratugi eða til allrar framtíðar.


Hefur fólk ekki tekið eftir dæminu um kúgunina á almenningi á Haíti og afleiðingum hennar fyrir efnahag þess lands, eftir mergsjúgandi arðrán á þjóðinni þar í á aðra öld vegna óréttmætra skaðabótakrafna Frakklands? Efnahagur landsins er þar í rúst og var það áður en jarðskjálftinn þar rústaði það sem þó var til.


mbl.is Blaðamannafundur undirbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband