Enga viðkvæmni né hálfkák við könnun á hagsmunum Íslands

Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að nýta þau fjárframlög eða styrki sem fáanlegir eru hjá ESB við könnunarviðræður og athugun á aðild.
Þá ber að nýta sem best og mest til að rannsaka á heiðarlegan og faglegan hátt kosti og galla fyrir Ísland við aðild. Allt tal um annað lýsir ótrúverðugleika viðkomandi.
Alþingismenn og ráðherrar sem gerast sekir um slíkar úrtölur og bregða jafnvel fæti fyrir faglega og hlutlausa tölulega rannsókn á afleiðingum aðildar Íslands að ESB eru með slíkri þröngsýni ekki að þjóna hagsmunum þjóðarheildarinnar og ættu í því ljósi ekki að gefa sig út fyrir að vera fulltrúar almennings.
Þeir ættu að hugsa sinn gang alvarlega út frá hagsmunum þjóðarheildar en ekki þröngsýnum sérhagsmunum tiltekinna hópa eða atvinnugreina.
Ef þeim er þetta um megn ættu þeir tafarlaust að fara úr embætti eða vera settir af ella; með kosningum ef viðkomandi stjórnmálaflokkar eru vanmegnugir eða þverskallast við að þjóna þjóðarheildinni í málinu.

Við athugun á afleiðingum aðildar Íslands að ESB ber fyrst og fremst að leggja tölulegt mat á alla þá þætti sem tækir eru til slíks (megindleg greining) og skilgreina einnig þá þætti sem síður eða ekki er hægt að setja magn- eða verðmiða á (eigindleg greining).
Þá fyrst að slíkir þættir hafa verið skilgreindir og kortlagðir á skiljanlegan hátt fyrir almenning er hægt að ræða um kosti og galla aðildar á hlutlægan hátt. Þá fyrst má hleypa tilfinningalegum og rómantískum rökum að málinu, eins og hverjum sýnist fyrir sitt leyti er fólk gerir upp hug sinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Annað er ómarkvisst kák og bull.

Þeir sem í þröngsýni sinni og sjálfsblekkingu eða vegna sérhagsmunagælu stinga höfðinu í sandinn eins og strútar og vilja ekki fá töluleg rök um staðreyndir upp á borðið og lýsa því yfir í yfirdrepsskap sínum að hafna beri öllum "mútum" frá ESB við athugun á aðild ættu að skammast sín.
Slíkt fólk er ekki hæft til að sitja á Alþingi allra landsmanna og enn síður að verma ráðherrastóla.
Slíkt fólk þverskallast með þeirri hegðun við að gæta hagsmuna almennings í landinu að því er varðar stefnumörkun og það að kanna hugsanlega valkosti er kynnu að gagnast þjóðarhag best í samfélagi þjóða.
Fólk sem fyrirfram gefur sér niðurstöðu í þessu máli sem öðrum sýnir með því óskynsamlega og ófaglega breytni og er ekki hæft til að vera fulltrúar þjóðarinnar.
Alþingismenn og ráðherrar og annað áhrifafólk sem þar að auki leggja í störfum sínum vísvitandi stein í götu hlutlægra rannsókna og athugana á kostum og göllum aðildar Íslands að ESB eru í hæsta máta ótrúverðugir og sem Þrándur í götu á vegferð þjóðarinnar í leit að hagstæðum úrræðum við stefnumörkun.


mbl.is Styrkir vegna ESB-umsóknar er viðkvæmt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Sammála þessu.  Ótrúlegt hvað sumir gera og segja til að koma í veg fyrir málefnalega umræðu og eðlilega framvindu málsins.  Þvílík hræðasla hjá þeim við að við að lokum göngum inn.  Það er eins og sumir séu tilbúnir til að þvæla endalaust bara til að reyna að drepa málinu á dreif.  Nú er ljóst að við beinlínis græðum á því að sækja um og athuga málið.  Það er engin smá upphæð ef satt er að við fáum 7 mja. kr. en umsóknin kosti e.t.v. 1 mja kr.  Gróði af umsókn 6 mja. kr. sama hvernig fer!  Samt halda sumir því enn fram að umsóknin kosti allt of mikið.

Guðjón Sigurbjartsson, 4.1.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU græðir á því að láta Comission í Brussel sjá um Miðstýringuna, þetta er fulltrúar ríkja  sem örugglega græða á sínum viðskiptum þegar upp er staðið.  Gróði 6 mja. Hvað græðir Brussel þá ? EU er með um 4,0% raunverðmætaframleiðslu samdrátt á hverju ári. Munu þeir tapa á viðskiptum við ríki sem getur ekki skilið leikreglur EU. Asía getur borgað mest fyrir hráefni og orku næstu ára tugina.

Við erum efnahagslega 80% til 110% skuldbundin EU nú þegar.  Rauntekjur á Íslending hafa minnkað um 30 % síðan við skuldbundum okkur við EU í gegnum EES. 

Þjóðartekjur eru 58.000 dollarar í Noregi og 48.000 dollara í Færeyjum  og stefna upp, hér er þær um 37.000 dollar og stefna 5% niður. 

Ódýrast er fyrir  Íslenska launþega að spyrja Brussel hver sé besti tími fyrir formlega aðild. Þetta er ekki fábjánar á meginlandinu. Þjóðartekjur ríkja sem eru formlega innkomin fylgja í besta falli meðalþjóðartekjum á haus í EU samkvæmt þeirra lögum. 

Júlíus Björnsson, 5.1.2011 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband