Drekarnir eiga samleið

Það er hið besta mál að efla samskiptin við Kína, og þó fyrr hefði verið.
Auk þess væntanlega að fela í sér ávinning fyrir báða aðila gerir það stöðu Íslands sterkari í margumræddu "alþjóðasamfélagi", sem ekki hefur verið okkur allt of hliðhollt upp á síðkastið hér vestra.
Hér hafa bæði innlendir og erlendir óskaplega óprúttnir fjárglæframenn og fyrirtæki þeirra og bankar í vestrænum fjármálaheimi leikið efnahag Íslands grátt og kenna svo skammsýnum íslenskum almenningi um allt saman.
Þess vegna er afar mikilvægt að Ísland skapi sér sterkari samningsstöðu út á við með því að efla viðskipti og vinsamleg samskipti við fleiri blokkir en þá evrópsku. Þar erum við að ræða um t.d. Kína og NAFTA.

Kína er mjög athygliverður kostur vegna þess að ég held að við eigum samleið að ýmsu leyti í menningarlegu tilliti auk hins viðskiptalega. Sú samleið er djúpstæð og felst í gömlum menningararfi og þjóðareinkennum sem að sumu leyti eru afar frábrugðin, en að öðru leyti svipuð.


mbl.is Ræddi drekasvæðið í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband