Sérhagsmunir eða almannahagur

Stjórnmálamenn, ekki síst alþingismenn og ráðherrar, ættu að temja sér að halda hagsmunum almennings á lofti fremur en sérhagsmunum. Sérstaklega er neyðarlegt ef þeir verða uppvísir að skollaleik tveggja skjalda í þeim efnum, eða að væna aðra um tiltekin óæskileg viðhorf sem þeir sjálfir hafa. Talandi um heiðarleika og réttsýni!

Þeim mun aftur á móti vel farnast ef þeir temja sér gullna reglu í samskiptum sínum við þjóðina alla.

Ég hugsa að almenningur í landinu, ekki síst kjósendur og jafnvel fjármagnseigendur, vilji ekki að efnahag tugþúsunda heimila og þar með efnahag landsins og flestra sem hér búa verði rústað og frið og samfélagssáttmála þar með einnig kastað á sorphauga bankahrunsins.

Ég trúi því líka að fjármagnseigendur eins og aðrir eigi ættingja og vini sem hafa orðið fyrir barðinu á bresti íslenska fjármálakerfisins og þeim einstaklingum sem því ollu í gjörðum sínum eða vangjörðum og þeirri trú og siðferðisleysi sem þar kynti undir.

Er fjármagnseigendum og talsmönnum þeirra hjartanlega sama um það fólk sitt líka?
Þá færi að húma að í íslensku samfélagi og hugmyndir um nánara (efnahags)samband við siðrænar þjóðir yrðu ekki svo vitlausar. "Þjóðin" myndi þá hvort eð er ekki eiga neitt val. Það yrði uppboð.


mbl.is Segir „sveiattan" við málflutningi Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Eru ekki bankarnir ekki búnir að bólgna út vegna fenginna vaxta hjá seðlabankanum. Herjir eru búnir að greiða fjármagnseigendum þessa vexti.  Fyrst lætur ríkisstjórnin fjármagnseigendur fá sínar innistæður tryggðar og síðan eru þeir búnir að njóta vaxta frá Seðlabanka.  Má ekki líta svo á að vaxtagreiðslur komi einungis til baka til þeirra sem hafa og munu greiða.

Eggert Guðmundsson, 29.6.2010 kl. 17:01

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Uppboð er líklegt!

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 20:30

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Jú. Það er hárrétt hjá þér að fjármagnseigendur hafa undanfarin misseri notið mjög hárra inneignarvaxta. Þeir sem borga þeim þessa ofurvexti eru skuldarar landsins, bæði einstaklingar og fyrirtæki; Og, ríkið, sem síðan seilist einnig í vasa sömu skuldara sem skattgreiðenda til að borga þann hluta líka.

Þeir sem minnsta burði hafa núna til að greiða í þessu formi til ríkisins/samfélagsins standa undir tekjumyndun þeirra sem mesta burði hafa til að leggja af mörkum til samfélagsins.

Áframhaldi á þessu fyrirkomulagi eru þeir félagar hástöfum að mæla fyrir, að því er virðist, utanþingsráðherra "vinstri" stjórnarinnar og alþingismaður stjórnarandstöðunnar.
Frá sínum bæjardyrum séð hljóta þeir að telja þetta réttlátt, sanngjarnt og heiðarlegt og löglegt; Kannske siðlegt líka?!

Hvernig skyldi standa á því að þessir menn virðast sammála um þessi mál, sem "ættu" að vera á öndverðum meiði pólitískt séð um svona stórfellt hagsmunamál almennings?

Kristinn Snævar Jónsson, 29.6.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband