Hagsmunagæsla IMF/AGS

Í ljósi þessarar öfugsnúnu fréttar um áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af dómi Hæstaréttar um ólöglegt lánaform bankanna, þar sem segir um athugasemdir sjóðsins: "Þessum áhyggjum hefur verið komið skýrt á framfæri við íslensk stjórnvöld" má spyrja:

Hverju hefur sjóðurinn áhyggjur af? Að lögum sé fylgt bankakerfinu til skaða?!

Dómurinn þýðir það að bílalána-lánaveitendur skili ofteknum gengisviðmiðunarupphæðum til baka sem lánþegar eru þegar búnir að greiða þeim.
Hefur sjóðurinn áhyggjur af því að það réttlæti nái fram að ganga?

Ef svo er, er þá ekki að verða lýðum ljóst að það eru ekki hagsmunir almennings á Íslandi sem AGS vill standa vörð um heldur einhverra annarra aðila?! Eru ekki þar fremstir í flokki aðrir kröfuhafar gagnvart bönkunum?
Má þá túlka þessar áhyggjur AGS af því að íslenskum lögum sé framfylgt að verið sé að klípa eitthvað af erlendu kröfuhöfunum?

Spurningin er sem sagt: Hverra hagsmuna gætir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í reynd? Hverjir eru hagsmunir Íslands í því sjónarspili?


mbl.is RÚV: AGS hefur áhyggjur af stöðu fjármálakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góðar og þarfar vangaveltur. IMF hefur nú opinberað sig sem sjálfskipaður verndarengill ránsfengsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband