Viðskiptaþrenningin talar sífellt í gátum

Það er fyrir neðan allar hellur að vinnuhjú almennings, efnahags- og viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri, skuli hér gang eftir gang koma fram með fullyrðingar og dylgjur um yfirvofandi hrun íslenskra banka í tengslum við endurgreiðslu oftekinnar gengistryggingar samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Íslands án þess að rökstyðja það með tölulegum gögnum. Ráðherratvenndin talar um "óviðráðanlegt högg" án þess að sundurliða hversu stórt það er og í hverju það felst.
Það er einnig ergilegt og forkastanlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa haft vit eða rænu á að ganga á eftir því á hverju þeir byggja fullyrðingar sínar um þessi mál.
Meðan þessi "heilaga" þrenning talar í slíkum gátum eins og um trúarsetningar sé að ræða er ómögulegt að henda reiður á um hvað þeir eru að tala og að hvaða leyti þeir eru ósammála öðrum sem fullyrða hið gagnstæða, þ.e. að bankarnir þoli vissulega að endurgreiða lántakendum ofreiknaðar gengisuppfærslur lána.
Þeir verða að sýna á spil sín svo hægt sé að rökræða málið án þess að tala í kross. Þar með yrði líka afhjúpað hvort ályktað sé á röngum forsendum, vísvitandi eða af vitleysu.
Í dag hafa bankarnir sjálfir tjáð sig milliliðalaust um það að þeir geti staðið undir kostnaði vegna endurgreiðslnanna! Um hvað er þá þessi þrenning að tala?
Hvers vegna tala þeir sig móða af múðri sínu gegn almenningi?
Hvers vegna láta þeir að því liggja að Hæstiréttur þurfi að hugsa ráð sitt betur um þetta mál og fella nýja og öðruvísi dóma til að koma í veg fyrir "hrun"? Hrun á hverju?
Hvaða tölur og talnarök er þrenningin að tala um?
Þetta þarf skilyrðislaust að koma fram strax!

Marínó Njálsson hefur óþreytandi í bloggi sínu og viðnámi við rakalausan málflutning og yfirvöðslusemi valdhafa bent á talnagögn frá sjálfum Seðlabankanum sem ráða má af að bankarnir þoli umræddar endurgreiðslur. Yfirlýsingar bankanna sjálfra í dag í þessa veru staðfesta þau rök Marínós.
Umrædd þrenning hefur látið þau rök sem vind um eyrun þjóta, athugasemdalaust. Er það vegna rakaleysis þeirra eða eru þeir að tala á grunni allt annarra forsendna en almenningur veit um? Þetta þarf að koma fram undanbragðalaust.


mbl.is Samningsvextir haldist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármálgeirinn hér er hlutfallslega of stór og vanþroskaður efnahagslega að mati Alþjóðsamfélagsins.

Fulltrúar hans staðfesta þetta á hverjum dagi í yfirlýsingargleði sinni eða til varnar þeirra eigin meinnta  persónulega hlut í þjóðartekjunum.

Ríkistjórnirnar geta ekki komið sér undan ábyrgð af því að láta sérhagsmunageira eftir að endurskipuleggja sig  og skera sig niður kostnaðarlega, ég kenni þeim um að þurfa að hlusta á þessa vilhölllu  aðila á hverjum degi. Almenn lög gilda um almenning og túlkast í samræmi.

Júlíus Björnsson, 25.6.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband