Hnefann í borðið!

Þarna örlar á réttum málatilbúnaði hjá forsætisráðherranum, um að götóttu regluverki ESB sé um að kenna um Icesave-ófarirnar.

Ganga þarf alla leið: Hnefann í borðið og yfirlýsingu um að ESB-löndin BERI ábyrgð ekki síður en Ísland og miklu meiri.

Ísland hefur staðið og mun standa við sínar skuldbindingar.
Þær skuldbindingar innifela ekki að Íslandi einu beri að greiða alla upphæðina sem um er deilt í Icesave-málinu.

Það kann að vera að Jóhanna skilji reiði almennings í Hollandi og Bretlandi, en hún virðist ekki skilja reiði almennings á Íslandi.


mbl.is Jóhanna skilur reiði almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú ert á réttri leið Kristinn, en ert lentur utarlega í kantinum. Regluverk ESB er ekki götótt, það er fullkomlega eðlilegt. Það sem er gallað er hin fáránlega túlkun nýlenduveldanna. Regluverkið segir að Ísland bar enga ábyrgð á útibúum Landsbankans. Það voru gistilönd bankans sem báru alla ábyrgðina og Ísland enga. Hins vegar bar Ísland ábyrgð á útibúum bankanna á Íslandi, en það er önnur saga.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.1.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Takk fyrir ábendinguna.
Þetta var ekki nógu nákvæmt hjá mér. Það er já túlkunin og framkvæmdin sem er götótt.
Ákvæðið um þetta í tilskipun ESB 94/19/EC er skýrt og Ísland uppfyllti þær reglur varðandi innistæðutryggingasjóðinn.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.1.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband