Þykjustuleikur ríkisstjórnarinnar afhjúpaður. Við þurfum nýjan málatilbúnað!

Þessi frétt af ábúðarmiklum forsætisráðherra Svíþjóðar með yfirlýsingu sína og samherja sinna sýnir að ríkisstjórn Íslands hefur ekkert orðið ágengt í að halda málefnastöðu Íslands á lofti í Icesave-málinu.
Eða, það sem líklegra er, að hún hefur ekki verið að byggja upp málatilbúnað sem sýni fram á að ESB-löndin með sitt götótta regluverk eru sjálf sá sökudólgur sem þau eru að telja Íslandi og umheiminum um að Ísland sé.
Þarna er þykjustuleikur fulltrúa ríkisstjórnarinnar undanfarna daga afhjúpaður sem gagnslaust hjal um ranga hluti.

Sænski forsætisráðherrann gerir sér ábyggilega grein fyrir því að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni draga lappirnar með aðstoð sína þar til Icesave-málið er leyst á þeim nótum sem Evrópuþjóðunum hugnast. Þær nótur eru óhagstæðar Íslandi eins og er. Semja þarf nýjar nótur, nýjan söng, með nýjum málatilbúnaði sem gerir að verkum að ESB-löndin neyðist til að ræða málið á öðrum forsendum en þeim sem haldið hefur verið að Íslandi hingað til.

Það er óþolandi að ríkisstjórnin skuli ekki nýta þann velvilja og meðbyr sem örlað hefur á undanfarna daga á erlendum vettvangi til að leggja fram nýjan málatilbúnað á forsendum hagstæðum Íslandi.


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband