Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.10.2013 | 17:54
Landspítali og byggðastefna
Stefnu um rekstur Landspítalans þarf að skipuleggja í tengslum við byggðastefnu. Svo virðist sem margir þingmenn sjái málið ekki í því stærra samhengi eða vilji það ekki; Kæri sig þannig í reynd kollótta um hag fólks á landsbyggðinni.
Til þess að landið haldist í byggð, hringinn í kring, þarf grunnþjónusta eins og heilsugæsla og læknisþjónusta að vera til staðar "innan seilingar" ásamt sjálfbærum atvinnutækifærum og öðru nauðsynlegu í nútímasamfélagi.
Ef heilbrigðisþjónustan fer í burtu af landsbyggðinni til Reykjavíkur í of miklu mæli þannig að óásættanlegt yrði fyrir íbúa landsbyggðarinnar er líklegt að fólkið fylgi líka á eftir um síðir, jafnvel þótt að eignir þess í húsnæði á staðnum sætu eftir fastar eða seldust fyrir slikk. Það er óásættanlegt. Um það yrði engin þjóðarsátt.
![]() |
Fagnar tillögu um nýjan landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.10.2013 | 12:04
Eru eftirlitsstofnanir eins og fuglaskoðarar?
Afar athyglisverð og alvarleg eru þau atriði sem Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir hér á um andvaraleysi löggjafans og framkvæmdarvaldsins varðandi eftirlit með fjármálageiranum á Íslandi, sem uppnefndur hefur verið "eftirlitsiðnaðurinn" af sumum.
Eru það kannske þeir aðilar sem vilja sem minnst efirlit, sem þannig tala og Páll gagnrýnir hér?
Þetta þurfa þingmenn vorir að gaumgæfa nánar og ekki láta leiðast út í sama andvaraleysið eins og fyrir hrun þegar vinnandi almenningur var í þeirri góðu trú að allt væri undir góðri stjórn og vökulum augum þingmanna, ríkisstjórnar og embættismanna ríkisins og ekki síst eftirlitsstofnana.
Ekki dugir að stofna til eftirlitsstofnana og skaffa fé og mannafla til þeirra af einskærum formlegheitum eða eins og um atvinnubótavinnu væri að ræða.
Jafnframt þarf að sjá þeim fyrir þeim lagalegu tækjum sem duga til að grípa inn í með refsandi og fyrirbyggjandi hætti þegar og þar sem eitthvað kemur í ljós sem getur ógnað efnahagslífi og samfélagi þjóðarinnar og títtnefndum fjármálastöðugleika.
Ekki dugir að eftirlitsstofnanir séu eins og fuglaskoðarar sem láta sér nægja að skoða fugla úr fjarlægð með kíki fyrir augum sér til ánægju, heldur verða þær jafnframt að geta brugðist hratt og vel við því sem þær sjá með viðeigandi hætti og slagkrafti sem eftir verður tekið.
Það væri virkt eftirlit í þágu almennings, umbjóðenda þingmanna og embættismanna ríkisins.
Til þess ætlast almenningur í góðri trú um heilbrigt eftirlitskerfi, án þess þó að það feli í sér alræðislegt eftirlit.
![]() |
Átta milljarðar í stjórnvaldssektir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2016 kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2013 | 21:02
Hæstvirt og háttvirt embætti
Hér er um það að ræða að bera virðingu fyrir því sem viðkomandi tákn (hér ávarpstitillinn) stendur fyrir, fyrst og fremst.
Allir hinir þjóðkjörnu fulltrúar þjóðarinnar, þingmennirnir, eru með notkun umræddra ávarpstitla að votta þjóðinni, umbjóðendum sínum, virðingu sína og hollustu og minnast þeirra og sáttmála við þá meðal annars með þeim hætti.
Á þeirri forsendu ætti það að vera auðvelt, fremur en að segja sjálfsögð skylda, fyrir alla þingmenn að viðhalda þessari hefð virðingar á Alþingi og líta á embætti þingmanna sem háttvirt og embætti ráðherra sem hæstvirt. Það skulu þau ætíð vera eins og Alþingi sjálft.
![]() |
Lítill bragur yfir fyrstu skrefum Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2013 | 10:31
Borgarstjórn og mannréttindi
![]() |
Endurskoða samstarfið við Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2013 | 14:55
Eftirspurn mætt með framboði á Þingvöllum
Í frétt af viðvarandi og vaxandi bílastæðaskorti á Þingvöllum og nágrenni ætti að vera augljóst mál að úr því þarf að bæta hið snarasta og þó fyrr hefði verið.
Gera má afgirt bílastæði eins og við flugstöð Leifs Eiríkssonar með hæfilegri gjaldtöku, jafnvel háð tíma dagsins, dögum innan vikunnar og mánuðum ársins. Allt einfalt og skilvirkt í framkvæmd.
Sérstök bílastæði yrðu fyrir hópferðabíla, bæði við Hakið og niðri á Þingvöllum, og hærra gjald fyrir stærri bíla þannig að einhvers konar meðalgjald pr. mann verði í æskulegu samræmi bæði fyrir fólk í litlum og stórum bílum.
Miðað við upplýsingar um fjölda ferðamanna yrði fjárfesting í bílastæðum fljót að greiða sig upp og verða að varanlegri tekjulind til hagsbóta fyrir svæðið og ferðafólk. Ef til vill þyrfti ekki að viðhafa frekari gjaldtöku á Þingvöllum en fyrir bílastæðin.
Einhver kann að benda á að sumir myndu reyna að komast hjá því að leggja í gjaldskyld bílastæði. Yfirvofandi rassíur umferðarlögreglu á svæðinu með viðeigandi sektum ættu að slá á þær freistingar ferðafólks.
Einnig mætti hreinlega gera ráð fyrir slíkum "ofur-sparendum" með því að breikka vegkantinn á síðustu kílómetrunum að fólkvanginum sem hægt væri að leggja á og gera gangstíga frá þeim inn á svæðið. Þar með væri þeirri bílaánauð að nokkru létt af fólkvanginum án þess að gera sérstök áberandi og jafnvel illa þokkuð malbikuð bílastæði í náttúruperlunni til að anna öllum umferðarþunganum þar.
![]() |
Bílastæðaskortur á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2013 | 13:21
Einfalt og skilvirkt veiðigjald
Ég hef bent á það sjónarmið að ein einfaldasta aðferð við skattlagningu á nýtingu sjávarauðlindar landsmanna sé að leggja á tiltekið krónugjald á hvert aflakíló. Þessi aðferð er gagnsæ og skilvirk og auðveld í framkvæmd og eftirliti.
Auk þess er slík aðferð í anda fiskihagfræði varðandi það að stuðla að hagkvæmni í útgerð (sbr. t.d. tengdar ábendingar og greiningar H. Scott Gordon, Anthony Scott og Nóbelsverðlaunahafans Vernon L. Smith, nokkurra frumkvöðla innan fiskihagfræði upp úr miðri 20. öld). Kílógjaldið gæti einnig verið mismunandi hátt eftir fisktegundum og/eða flokkum og stærðum fiskiskipa og báta, en í því fælist viðleitni til stjórnunar á samsetningu fiskiskipaflotans m.t.t. þjóðhagslegrar hagkvæmni og fleiri þátta.
Sú stefna að tengja veiðigjald við afkomu útvegsfyrirtækjanna eins og núverandi lög gera ráð fyrir er óhagkvæm, ógegnsæ, seinvirk og ónákvæm, matskennd og kostnaðarsöm aðferð og býður upp á undanbrögð af hálfu útgerðaraðila. Hún stuðlar vegna þess arna heldur ekki að hagkvæmustu samsetningu fiskiskipaflotans. Hún gerir stjórnvöldum jafnframt erfitt um vik að áætla árlegar tekjur ríkisins af veiðigjaldinu.
Þess utan er að mörgu að hyggja varðandi fiskveiðistjórnun, kerfislegar útfærslur og lög í því sambandi.
![]() |
Vel hægt að leysa málin með vilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2013 | 12:00
Losun mannafls
Það sem felst í þessum hugmyndum um styttingu skólatímans um allt að tvö ár er m.a. losun tveggja heilla árganga af færu vinnuafli út á vinnumarkaðinn, e.t.v. um átta þúsund manns. Þessi fjöldi kæmi um síðir aukalega inn á vinnumarkaðinn tilsvarandi fyrr innan styttra námstímakerfis en nú er.
Þar til viðbótar kemur svo umtalsverður hluti þess kennarafjölda sem nú er í fullri kennslu en myndi losna um við styttri námstíma á grunnskóla- og framhaldsskólastigi.
Spurningin er hvað gera á við allan þennan mannafla þegar þar að kæmi ef ekki hefur þá tekist að skapa (viðeigandi) störf fyrir fólkið.
Einnig hefur skólafólk á framhaldsskólaaldri og jafnvel yngri en það notað sumartímann til að afla sér tekna til að fjármagna nám sitt að hluta. Verði árlegur námstími lengdur þannig að sumarfrí nemenda (og kennara) verði ekki lengra en nokkrar vikur, hvernig á þá að bregðast við tekjumissi nemenda?
Verða þeir efnaminni þar með útilokaðir frá námi?
Eða, verður tekið upp hnitmiðaðra áfangakerfi á framhaldsskólastigi þar sem nemendur geta tekið sér hlé frá námi eftir atvikum þótt virkur námstími hvers og eins verði styttri en nú er?
Hvað yrði um þá sem ekki fengju vinnu eftir að námstíminn hefur verið styttur, sökum offramboðs á vinnuafli? Ef sú staða kemur upp væri berlega komið í ljós að núverandi "langa" námstímakerfi felur í sér dulið atvinnuleysi. Þá má velta vöngum yfir því hvort betra sé að hafa unga fólkið í skóla með öllum þeim beina kostnaði sem skólakerfið felur í sér eða hafa það á atvinnuleysisbótum ella.
Þessa og fjölmarga aðra þætti, ekki síst félagslega, þarf að skoða og kortleggja vandlega áður en hlaupið er í að stytta námstíma nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi.
Þá þarf ekki síður að endurskipuleggja námsframboðið og innihald námsins á hverri námsbraut með tilliti til starfsvals hvers og eins eftir getu hans og áhuga sem og eðlilegri þörf atvinnulífs og samfélags fyrir mismunandi þekkingu og færni. Ef til vill væri nærtækast og réttast að byrja á að skoða þessa þætti fyrst.
![]() |
Vill útskrifa stúdenta 18 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2013 | 16:55
Veiðigjald og fiskveiðistjórnun
Það væri kolröng stefna að tengja veiðigjald við afkomu útvegsfyrirtækjanna. Það er ógegnsæ, seinvirk og kostnaðarsöm aðferð og býður upp á undanbrögð af hálfu útgerðaraðila. Hún gerir stjórnvöldum jafnframt erfitt um vik að áætla tekjur ríkisins af veiðigjaldinu næsta árið hverju sinni.
Sú aðferð sem síðasta ríkisstjórn ætlaði að fara við ákvörðun á sérstöku veiðigjaldi er meingölluð varðandi það að ætla að meta eða áætla stóran kostnaðarlið útgerða eins og fjármagnskostnað og afskriftir í sambandi við reiknaðan gjaldstofn veiðigjalds - eins og menn standa frammi fyrir núna að er ógerlegt með vitrænum hætti.
Hentug leið, sem jafnframt er gegnsæ og skýr og skilvirk, er að leggja krónutölugjald á hvert veitt og landað kíló fisks.
Hitt er annað, að aflatengt veiðigjald (kr/kg) gæti e.t.v. verið mismunandi hátt eftir fisktegundum og/eða flokkum og stærðum fiskiskipa, en í því fælist viðleitni til stjórnunar á samsetningu fiskiskipaflotans m.t.t. þjóðhagslegrar hagkvæmni og fleiri þátta. Fleiri útfærslur koma vissulega til greina í þá veru í þessu sambandi.
![]() |
Útgerðarmenn vonsviknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2013 | 13:11
Öll verðtryggð lán heimila leiðrétt?
Í þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í skuldamálum heimilanna eru all-skýr ákvæði sem og í meðfylgjandi greinargerð og tekið er fram með skýrum hætti hver á að sjá um vinnu í sambandi við hvern hinna tíu liða og hvaða ráðherra ber þar ábyrgð, sem er mikilvægt.
Ein spurning vaknar þó varðandi lið 1 um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána:
Í sjálfri þingsályktunar-tillögunni kemur m.a. fram að um sé að ræða aðgerðir varðandi "höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána"; Sem sé "húsnæðislána".
Í greinargerðinni kemur hins vegar m.a. fram varðandi lið 1 að þetta verði "Almennar aðgerðir sem gagnast öllum heimilum sem urðu fyrir forsendubresti" og að "Um sé að ræða leiðréttingu á forsendubresti".
Spurningin er hvort leiðréttingin nái til allra verðtryggðra veðlána heimila/einstaklinga, sem fyrirliggjandi voru á tímabilinu 2007-2010, þar sem viðkomandi hús- eða íbúðareign hefur verið lögð að veði óháð því hvort lánið var tekið við kaup á húsnæðinu eða síðar og óháð "tilgangi" einstaklinga með lántökunni.
Til dæmis hafa margir brugðið á það ráð við atvinnumissi að taka lán til að framfleyta fjölskyldunni.
![]() |
Aðgerðir með áherslu á jafnræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2013 | 23:21
Upplýsandi stefnuræða forsætisráðherra
Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra nú við upphaf sumarþings 2013 var góð.
Hún var efnismikil og auðskiljanleg (nema sumum sem á eftir töluðu), vel jarðbundin og upplýsandi og vísaði til beinna aðgerða og ráðstafana sem hægt hefur verið að skilgreina á svo skömmum tíma frá stjórnarmyndun.
Hún var uppbyggileg og skapandi og ætti að gefa almenningi í landinu grundvallaða von um betri kjör, von bráðar.
![]() |
Ísland verði í fararbroddi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |