Veiðigjald og fiskveiðistjórnun

Það væri kolröng stefna að tengja veiðigjald við afkomu útvegsfyrirtækjanna. Það er ógegnsæ, seinvirk og kostnaðarsöm aðferð og býður upp á undanbrögð af hálfu útgerðaraðila. Hún gerir stjórnvöldum jafnframt erfitt um vik að áætla tekjur ríkisins af veiðigjaldinu næsta árið hverju sinni.

Sú aðferð sem síðasta ríkisstjórn ætlaði að fara við ákvörðun á sérstöku veiðigjaldi er meingölluð varðandi það að ætla að meta eða áætla stóran kostnaðarlið útgerða eins og fjármagnskostnað og afskriftir í sambandi við reiknaðan gjaldstofn veiðigjalds - eins og menn standa frammi fyrir núna að er ógerlegt með vitrænum hætti.

Hentug leið, sem jafnframt er gegnsæ og skýr og skilvirk, er að leggja krónutölugjald á hvert veitt og landað kíló fisks.
Hitt er annað, að aflatengt veiðigjald (kr/kg) gæti e.t.v. verið mismunandi hátt eftir fisktegundum og/eða flokkum og stærðum fiskiskipa, en í því fælist viðleitni til stjórnunar á samsetningu fiskiskipaflotans m.t.t. þjóðhagslegrar hagkvæmni og fleiri þátta. Fleiri útfærslur koma vissulega til greina í þá veru í þessu sambandi.


mbl.is Útgerðarmenn vonsviknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Kostirnir við fast gjald á hvert kg eru svo miklir að spurningin hlýtur að vera þessi: Hvers vegna var sú leið ekki farin?

Birnuson, 21.6.2013 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband