Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af mjólkurkúm

Hvaða tekjum hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin verið að skila Landsbankanum og þar með eigendum hans?
Gefur söluandvirði eignarhlutans í t.d. Borgun meira af sér með því að verja því á annan hátt en að halda þeirri eign kyrri í eignarhlutanum?

Bankastjórinn hefur fyrst og fremst nefnt í rökstuðningi sínum fyrir sölu Landsbankans á hlut í umræddum fyrirtækjum að hann hafi engin áhrif á stefnu fyrirtækjanna í gegnum minnihlutaeign sína í þeim, en hversu mikið vega slík rök í samanburði við stöðugan og væntanlega vaxandi straum tekna af mjólkurkúm eins og greiðslumiðlunarfyrirtækjum? 


mbl.is „Farið fram af nokkru yfirlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinnurekstur í nærsamfélaginu

Samvinnurekstur er gott dæmi um félagslegan rekstur til hagsbóta fyrir almenning.

Þegar vel er að verki staðið er árangurinn arður og gleði fyrir nærsamfélagið.

 


mbl.is Vaxtalaust lán frá kaupfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um samband vaxta og fjárfestinga

Gömul og innsæislega sönn viðmiðunarregla innan hagfræði mælir svo um að lækkandi og lágir vextir séu til þess fallnir að örva fjárfestingar í hagkerfinu þar sem fjármagnseigendur og fjárfestar hafi þá meiri tilhneigingu en ella og að öðru óbreyttu til að fjárfesta í atvinnustarfsemi í von um meiri ávöxtun þar á fjármagni sínu.
Á hliðstæðan hátt dragi hækkandi og háir vextir úr fjárfestingum í atvinnurekstri þar sem þá fer að fást hlutfallslega meiri ávöxtun en ella með því að leggja fé í banka og örugga ríkispappíra.

Hvers vegna skyldi ekki hafa verið unnið meira eftir þessari reglu við stjórn efnahagsmála hérlendis en raunin er?
Hérna hefur verið rekin hávaxtastefna með hörmulegum afleiðingum eins og t.d. bankahrunið 2008 ber ömurlegt vitni um. Síðasta ríkisstjórn staglaðist á því, réttilega, að innlendar fjárfestingar í efnahagskerfi landsins væru allt of lágar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, en samtímis var vöxtum samt haldið í himinhæðum þrátt fyrir viðurkenningu á því að einmitt hávaxtastefna undanfarinna ára hefði átt drjúgan þátt í hruninu.
Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa stýrivextir ekki farið lægra en þeir eru nú, 6 % sem er of hátt, enda er enn kvartað yfir of lágum fjárfestingum í landinu. (Að ekki sé minnst á þungbæran vaxtaklafa skuldugra fyrirtækja og heimila af þeim sökum sem þau sligast undan).
Í ofangreindu ljósi má spyrja: Er við öðru að búast?

Væri ekki ráð fyrir ríkisstjórnina að íhuga betur umrædda reglu vaxta- og fjárfestingastjórnunar og hvað í henni felst og hvort hér sé verið að vinna eftir viðeigandi viðmiðum við stjórn peningamála?

Eða, hvers vegna skyldu Bandaríkin og lönd í Evrópu vera með lágvaxtastefnu, jafnvel eins og þá sem hér berast fréttir af um 0% vexti í Svíþjóð?


mbl.is Stýrivextir 0 prósent í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurlega mælt hjá Sigrúnu

Vel mælt og góð svör hjá Sigrúnu Magnúsdóttur um brotthlaup meintra framsóknarmanna, sem fóru á harðahlaupum frá ábyrgri samfélagsumræðu


mbl.is „Ég skil ekki mennina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á harðahlaupum frá ábyrgri samfélagsumræðu

Segja mætti að sumir, sem sögðust aðhyllast stefnu Framsóknarflokksins og voru skráðir meðlimir flokksins, hafi villst af leið og látið afvegaleiðast af óprúttnum málatilbúnaði andstæðinga flokksins um hafa vænt ýmsa með forkastanlegum hætti um rasisma að ósekju.

Úrsagnir nokkurra þvermóðskufullra félaga úr Framsóknarflokknum, sem er með skýra og manngildisvæna stefnu í mannréttindamálum eins og sjá má á stefnuskrá flokksins og sem áréttuð var á nýafstöðnum miðstjórnarfundi flokksins, eru dæmi um þá öfgafullu þöggun og útúrsnúandi sleggjudóma sem margir hérlendis vilja viðhafa í staðinn fyrir hreinskiptar og uppbyggjandi umræður um innflytjendamálefni í íslensku samfélagi.

Þetta virðast margir gera meðal annars undir yfirskini umburðarlyndis, misskilins, sem í raun jaðrar við helbert dómgreindarleysi. Þeir virðast leitast við að upphefja sjálfa sig sem „hreintrúaða“ mannréttindasinna, en með tilvísun til trúfrelsis umfaðma þeir meðal annars hugsanlega innflytjendur sem aðhyllast hugmyndakerfi undir nafni trúarbragða sem í reynd eru með ramm-pólitíska stefnuskrá, að hluta til mannfjandsamleg eigin trúarlegu „lög“ sem byggja á helgiritum aftan úr grárri forneskju sem urðu til í samfélögum sem voru gjörólík lýðræðislegum samfélögum nútímans; Enda eru sum þessara trúarlaga þeirra í hrárri andstöðu við núgildandi íslensk lög að því er nútímaleg mannréttindi varðar.

Þetta gera þessir að „eigin dómi“ umburðarlyndu menn með til þess gerðum málatilbúnaði, á harðahlaupum á flótta frá pólitískt ábyrgri orðræðu um innflytjendamálefni, í stað þess að taka þátt í umræðu um hvernig samfélag við viljum byggja upp á Íslandi og hvernig samfélag við viljum forðast.
Maður spyr sig hvort þeir ætli sér að ganga svo langt að taka undir hvaða menningarhefðir innflytjenda sem er með opnum örmum í nafni „umburðarlyndis“ og „opins fjölmenningarsamfélags“ jafnvel þótt þær gangi augljóslega í berhögg við íslensk lög og gildi og gegn rótgrónum íslenskum menningarhefðum; Og jafnvel þótt dæmin í nágrannalöndum okkar um slæmt ástand innflytjendamála þar sýni víti afskiptaleysis, sem ber að varast og forðast meðan hægt er.
Segja mætti að þetta sé óskiljanlegur undirlægjuháttur og lítilsvirðing við eigin menningu og hefðir, svo ekki sé meira sagt.

Ef ábyrg umræða um innflytjendamál í íslensku samfélagi er ekki tekin með tilheyrandi og meðvitaðri stefnumörkun jafnframt, þróast þessi mál einfaldlega af sjálfu sér stjórnlítið eða stjórnlaust og ef til vill yfir í það ófremdarástand sem innflytjendamál eru komin í í nágrannalöndum okkar í Evrópu.
mbl.is Segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túrisminn í stjórnkerfinu

Svo virðist sem heildarsýn skorti varðandi túrismann á Íslandi, tilfinnanlega.

Ríkisstjórnin þyrfti að íhuga vandlega hvort stefnumótun og stjórnun ferðamála, "túrisma", á ensku "tourism", sé rétt staðsett í stjórnkerfinu, allt frá ráðuneytum og niður úr.

Túrismi er afar viðfeðmur málaflokkur. Auk "ferðamála" spannar hann einnig m.a. náttúruvernd, atvinnumál, samgöngumál, byggðamál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, iðnaðarmál, orkumál, menntamál, ríkisfjármál, gjaldeyrismál og utanríkismál - nánast allar greinar efnahagskerfisins.

Þess vegna vaknar sú spurning hvort skipulag og stjórnun á málefnum er varða túrismann í heild sinni sé á réttum stað í stjórnkerfinu í þessu ljósi, þ.e. hjá iðnaðarráðuneytinu einu saman meðal ráðuneyta. Halda má því fram að þarna vanti tilfinnanlega stefnumótun og samnefnara á hæsta stigi framkvæmdavaldsins - og það ekki seinna en strax, og þó fyrr hefði verið.

 


mbl.is Ísland er að verða útjaskað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Fjármálamarkaðir "Tortímandi" trúarbrögð nútímans?

 

 

Dr. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar Columbia háskóla í New York, hélt athyglisverðan fyrirlestur á málþingi með yfirskriftinni "Fjármálamarkaður: Trúarbrögð nútímans?" þ. 16. maí 2013 í boði Guðfræðistofnunar HÍ og Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.
Hann tengist mjög því efni sem væntanlega verður til umfjöllunar hjá Jim McTague, fréttastjóra hjá bandaríska fjármálablaðinu Barron's á fyrirlestri hans í dag, en hann bendir á að um helmingur viðskipta í kauphöllum í Bandaríkjunum fari fram í gegnum tölvukerfi og forrit sem taka "sjálfstæðar ákvarðanir" á augabragði. - Það er að sjálfsögðu samkvæmt þeim reiknireglum sem forritaðar eru af fjármálafyrirtækjum verðbréfakaupmanna.
Dr. Mark C. Taylor hefur líkt þessu ástandi við þær vélrænu aðstæður sem leiddu ófremdarástand yfir mannkyn í sögu kvikmyndarinnar The Terminator og sem þar eru gagnrýndar.

 

 

Taylor heldur því fram að ávallt séu tengsl á milli trúarbragða og efnahagsmála, eða hagrænna atriða. Með siðbreytingu Lúthers hafi trúarbrögðin verið „einkavædd“, eða færð til einstaklingsins. Taylor benti á þá söguskoðun að auðsöfnun hafi komið til í kalvínisma, þar sem trúuðum var uppálagt að vinna og spara. Þarna séu rætur hins fjármálalega kapitalisma eða fjármálamarkaða sem komið hafa í ljós undanfarna áratugi.
Nú séu tæknin og hraðinn orðinn slík að viðskipti með hlutabréf fyrirtækja og verðpappíra eru framkvæmd á örskotshraða með reiknikerfum í tölvum; Það minni á kvikmyndina um Tortímandann (The Terminator). Þetta hafi átt sinn þátt í hruni fjármálamarkaða 2008.

 

Á grunni greiningar Taylors spyr maður sig hvort og þá hvað trúarbrögð geti gert við þessu ófremdarástandi í samtímanum, í ljósi þess að visst upphaf þess megi rekja til þeirra sjálfra, nánar tiltekið siðbreytingarinnar (Lúthers og Kalvíns) á 16. öld!

 

Nánar tiltekið komu eftirfarandi skoðanir Taylors fram í fyrirlestrinum, en inntaki hans var lýst þannig í tilkynningu frá aðstandendum fyrir málþingið:

„In the past several decades a new form of capitalism has emerged: finance capitalism.  This has been the result of a combination of factors ranging from technological innovation to changes in regulatory policies. The critical variable is speed. Today's high-speed, high-frequency ttrading has created a system that has already brought devastation and now threatens to collapse.

While apparently hyper-modern, financial capitalism has its roots in modernity.  Speed is, in fact, a modern invention. But modernity, in turn, was initiated by Luther.  From Wittenberg to Reykjavik - an unlikely but timely trajectory.“ 


mbl.is Forrit ákveða um helming viðskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarrit og túlkun

Það mætti halda að sumt fólk og trúarsamtök haldi að það sem ritað er í helgirit fornra trúarbragða byggi á nútímalegum mynda- og hljóðupptökum frá þeim sögusviðum og þeim tíma sem þar er lýst. Slík er bókstafshyggjan. Þetta kemur vel fram þegar í hlut eiga kvikmyndir sem byggja að einhverju leyti á frásögnum í trúarritum.

Margir virðast ekki átta sig á því að sögur og lýsingar í helgiritum, sem og trúarlegar kennisetningar og túlkun túlkenda þeirra, eru túlkun manna; Allt frá ævafornum munnlegum geymdum, ritun þeirra og annars efnis um síðir í helgirit til forna af mönnum þar sem efnið var jafnframt valið af aðilum sem í dag myndu kallast ritstjórar, og fram til túlkunar þeirra þaðan í frá og í samtímanum. 

Í stað þess að einbeita sér að því að greina til dæmis (sígildan) siðferðislegan boðskap sem verið er að leitast við að tjá í hinum forna texta með sögum og lýsingum og sviðsetningum persóna í tilteknum aðstæðum eins og þá ríktu, þá heftir bókstafshyggjufólk sig við orðin og sögurnar sjálfar samkvæmt orðanna hljóðan og túlkar textann bókstaflega og tekur í þeirri túlkun sinni meðal annars ekki tilhlýðilegt tillit til þess að aðstæður og samfélag í dag eru ekki eins og það var til forna á ritunartíma sagnanna. Þar með er einnig horft fram hjá því að greina í hvaða tilgangi viðkomandi saga kann að hafa verið rituð eða höfð með í ritunum. Upphugsaðar sögur og lýsingar sem ætlaðar voru til að lýsa æskilegri og friðvænlegri breytni fólks í mannlegu samfélagi við tilteknar aðstæður og/eða byggja ef til vill á lauslegum heimildum eru þá og teknar bókstaflega eins og viðkomandi persónur hafi verið til og viðkomandi atburðir gerst nákvæmlega þannig í raunveruleikanum; Jafnvel lýsingar á hugrenningum og samtölum persónanna orðrétt!

Forfeðrasögur Hebrea/Ísraelsmanna hentuðu öðrum þræði vel til skilgreiningar á sjálfskilningi þeirra til þess að halda ættflokkum og þjóðarbrotum þeirra saman og viðhalda einingu og til aðgreiningar frá öðrum. Sagan af Nóa og arkarsmíði hans og flóðinu í hebresku biblíunni (Fyrstu Mósebók) er dæmi um þetta. Fræðimenn telja ekki ólíklegt að hún hafi dregið dám af enn öðrum og fornari sögnum á sínum tíma, þ.e. babýlonsku sköpunarmýtunni Enuma Elish, en leirtöflur með henni hafa verið tímasettar til um 1100 f.Kr og eru taldar vera afrit af enn eldri töflum. -

Trúarbrögð hafa skipt miklu máli fyrir félagslega mótun í samfélögum manna, en trúarbrögð ei ru öðrum þræði túlkun á tilvistarlegum aðstæðum manna í heiminum, sem og túlkun trúarstofnana, trúarleiðtoga og annarra á helgiritum sínum.

Kvikmyndir sem byggja á túlkunum trúarrita eru sömuleiðis túlkun á þeim, eðli málsins samkvæmt.


mbl.is Noah bönnuð víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afvegaleidd umræða

Stjórnarandstaðan virðist leitast við að umsnúa orðræðunni frá kostum og miklu fleiri göllum við inngöngu Íslands í ESB yfir í það hvort almenningur, lýður lands, eigi að ráða að stofni til í lýðveldi. Það er ekki spurningin.

Umræða hefur að miklu leyti horfið frá umfjöllun um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðlögunarferlisins yfir í eitthvað allt annað. Um leið er verið að tefja þingið frá umfjöllun um brýn efnahagsleg mál hér og nú sem eru mikilvæg fyir almenning í landinu.

Fólk hefur látið afvegaleiðast gegn eigin hagsmunum sökum óprúttinna forkólfa og talsmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst það sem hefur látið blekkjast af mótmælendahirð stjórnarandstöðuflokkanna til að mæta með þeim á Austurvöll til "að mótmæla" í nýliðinni viku. Margir virtust vera að mótmæla einhverju allt öðru heldur en Já- eða Nei-ESB.

Vonandi fer þessari herleiðingu ESB-umræðunnar að linna og þingmenn og fjölmiðlar að ræða um inngönguumsókn Samfylkingar og VG í ESB, kosti hennar og galla fyrir hagsmuni Íslands. 


mbl.is Skýrslan rædd á nefndarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldmiðill eða vaxtaokur

Hver er hinn raunverulegi skaðvaldur í íslensku efnahagslífi: Gjaldmiðillinn eða hreint og klárt vaxtaokur? Þarf ekki að huga að samfélagslegum stöðugleika í heild fremur en "fjármálalegum stöðugleika" fyrir fjármálafyrrtæki og lánveitendur?

Samtök atvinnulífsins segja að raunvaxtamunurinn á Íslandi samanborið við viðskiptalönd okkar upp á þrjú prósentustig (3%) sé vegna gjaldmiðilsins. Það svari til um 150 milljarða króna á ársgrundvelli. Það sé sú byrði sem íslensk fyrirtæki og heimili verði að “bera af íslensku krónunni”.

Hvernig væri að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sem þessu nemur og bankakerfið lækkaði vaxtamun sinn tilsvarandi til að ná fram hliðstæðum áhrifum?! Í kjölfarið myndi fylgja að fjárfestingar innanlands tækju þá kröftuglega við sér, en hátt vaxtastig hér hefur vegið þungt við að halda fjárfestingum niðri undanfarin ár.
Hvers vegna er ekki búið að drífa í þessu fyrir áralöngu síðan?
Þarf virkilega nýjan seðlabankastjóra og nýja peningastefnunefnd (eins og haft er í flimtingum í fréttum) til að bregðast við þessu vaxtaokri með viðeigandi hætti?

Málið er, að líkt og menn tala um að gæta þurfi að "fjármálalegum stöðugleika" í efnahagslífi landsins þá er ekki síður mikilvægt að huga að efnahagslegum stöðugleika heimila og almennra fyrirtækja jafnt og fjármálafyrirtækja og lánveitenda, til að stuðla með því að samfélagslegum stöðugleika í heild.
mbl.is Bera 150 milljarða aukakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband