Trúarrit og túlkun

Það mætti halda að sumt fólk og trúarsamtök haldi að það sem ritað er í helgirit fornra trúarbragða byggi á nútímalegum mynda- og hljóðupptökum frá þeim sögusviðum og þeim tíma sem þar er lýst. Slík er bókstafshyggjan. Þetta kemur vel fram þegar í hlut eiga kvikmyndir sem byggja að einhverju leyti á frásögnum í trúarritum.

Margir virðast ekki átta sig á því að sögur og lýsingar í helgiritum, sem og trúarlegar kennisetningar og túlkun túlkenda þeirra, eru túlkun manna; Allt frá ævafornum munnlegum geymdum, ritun þeirra og annars efnis um síðir í helgirit til forna af mönnum þar sem efnið var jafnframt valið af aðilum sem í dag myndu kallast ritstjórar, og fram til túlkunar þeirra þaðan í frá og í samtímanum. 

Í stað þess að einbeita sér að því að greina til dæmis (sígildan) siðferðislegan boðskap sem verið er að leitast við að tjá í hinum forna texta með sögum og lýsingum og sviðsetningum persóna í tilteknum aðstæðum eins og þá ríktu, þá heftir bókstafshyggjufólk sig við orðin og sögurnar sjálfar samkvæmt orðanna hljóðan og túlkar textann bókstaflega og tekur í þeirri túlkun sinni meðal annars ekki tilhlýðilegt tillit til þess að aðstæður og samfélag í dag eru ekki eins og það var til forna á ritunartíma sagnanna. Þar með er einnig horft fram hjá því að greina í hvaða tilgangi viðkomandi saga kann að hafa verið rituð eða höfð með í ritunum. Upphugsaðar sögur og lýsingar sem ætlaðar voru til að lýsa æskilegri og friðvænlegri breytni fólks í mannlegu samfélagi við tilteknar aðstæður og/eða byggja ef til vill á lauslegum heimildum eru þá og teknar bókstaflega eins og viðkomandi persónur hafi verið til og viðkomandi atburðir gerst nákvæmlega þannig í raunveruleikanum; Jafnvel lýsingar á hugrenningum og samtölum persónanna orðrétt!

Forfeðrasögur Hebrea/Ísraelsmanna hentuðu öðrum þræði vel til skilgreiningar á sjálfskilningi þeirra til þess að halda ættflokkum og þjóðarbrotum þeirra saman og viðhalda einingu og til aðgreiningar frá öðrum. Sagan af Nóa og arkarsmíði hans og flóðinu í hebresku biblíunni (Fyrstu Mósebók) er dæmi um þetta. Fræðimenn telja ekki ólíklegt að hún hafi dregið dám af enn öðrum og fornari sögnum á sínum tíma, þ.e. babýlonsku sköpunarmýtunni Enuma Elish, en leirtöflur með henni hafa verið tímasettar til um 1100 f.Kr og eru taldar vera afrit af enn eldri töflum. -

Trúarbrögð hafa skipt miklu máli fyrir félagslega mótun í samfélögum manna, en trúarbrögð ei ru öðrum þræði túlkun á tilvistarlegum aðstæðum manna í heiminum, sem og túlkun trúarstofnana, trúarleiðtoga og annarra á helgiritum sínum.

Kvikmyndir sem byggja á túlkunum trúarrita eru sömuleiðis túlkun á þeim, eðli málsins samkvæmt.


mbl.is Noah bönnuð víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband