Fyrir heimilin og gegn verðtryggingarríkisstjórn

„Andstæðingar okkar, bæði til hægri og vinstri, virðast ekki sjá aðra leið en að ráðast á Framsókn og það er ekki gert á málefnalegum grundvelli. Flestir aðrir flokkar hafa síðustu vikur viðurkennt að aðferðir Framsóknar eru raunhæfar. En þrátt fyrir það hafa þeir ekki þor til að taka á verkefnunum. Rökþrota um málefnin ráðast þeir því á okkur á persónulegan hátt. Þann hátt sem ég vildi að væri horfinn úr íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn munu ekki taka þátt í þannig kosningabaráttu. Við munum standa fyrir málefnalegri kosningabaráttu og berjast fyrir því að okkar baráttumál, afnám verðtryggingar og leiðrétting stökkbreyttra lána, nái fram að ganga. Eina leiðin til að tryggja að þessi mál nái fram að ganga er að Framsókn fái nægilega mikinn og góðan stuðning til að samningsstaða flokksins sé sem sterkust þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn“,
sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins meðal annars  í ræðu
sinni á fjölmennum fundi Framsóknarflokksins á Grand Hótel s.l. laugardag. Þar benti hann m.a. á það að kosningabaráttan hafi harðnað og mikið hafi verið sótt að Framsókn sem hefur mælst stærsti flokkur landsins upp á síðkastið. 

Í þessu sambandi taldi Sigmundur jafnframt að ef Framsóknarflokkurinn fengi ekki nægilegan þingstyrk væri augljós hætta á því hér myndi skapast „verðtryggingarríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks“ eftir kosningar, „ríkisstjórn sem mun standa vörð um verðtrygginguna og lítur sem svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leiðréttingu eftir hrunið“.

Ávarp Sigmundar á kosningafundi Framsóknarflokksins á Grand Hótel s.l. laugardag, 20. apríl 2013: http://www.framsokn.is/videos/raeda-sigmundar-davids-a-grand-hotel-20-april/

 

 


mbl.is Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú getur tekið óverðtryggt lán í næsta banka.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 22.4.2013 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband