Furðulegur mislestur og oftúlkun

Það er erfitt að sjá réttsýna glóru í þeirri röksemdafærslu sem hér kemur fram hjá háttvirtum þingmanni, þ.e. hvernig hann reynir að tengja umrætt bréf frá "þverpólitískri nefnd um afnám gjaldeyrishafta" til fjármálaráðherra við hugmyndir Framsóknarflokksins um lausnir til að koma til móts við heimili í grafalvarlegum fjárhagserfiðleikum vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána frá hruninu 2008.

Orðrétt segir í bréfi nefndarinnar:

„Lausnir á afmörkuðum vanda innan hafta getur seinkað afnámi þeirra í heild og jafnvel ógnað fjármála- og gengisstöðugleika. Nefndin telur rétt að koma þessau sjónarmiði á framfæri á þessum tímapunkti þar sem að fréttaflutningur hefur verið af áhuga fjárfesta, m.a. lífeyrissjóða, á kaupum á hlutum í Arion banka eða Íslandsbanka. Slíkar vangaveltur eru þó með öllu ótímabærar enda getur svo eigamikil breyting innan fjármagnshafta ekki átt sér stað nema fyrir ligi með hvaða hætti þau verða afnumin í heild.“

Hér, né annars staðar í bréfinu, er hvergi minnst á hugmyndir Framsóknarflokksins né annarra um hvernig glíma eigi við kröfuhafa þrotabúa bankanna /vogunarsjóði í samningum við þá um lausn þessara mála sem felur í sér ásættanlega lausn fyrir Ísland. Það er eitthvað sem þingmaðurinn hefur oflesið í bréfinu eða oftúlkað.

Greindir og hugmyndaríkir talsmenn vogunarsjóðanna gera sér hins vegar áreiðanlega grein fyrir því að Íslendingar vilji losna sem fyrst við "snjóhengjuna" og með sem hagfelldustum hætti fyrir Íslands hönd, þannig að umræða í kosningabaráttunni um þessi mál eru því ekki neinar fréttir eða afhjúpanir fyrir þá.

Hugmyndir Framsóknarflokksins samkvæmt stefnuskrá hans um raunhæfar lausnir fyrir skuldsett heimilin í landinu eru ekki skaðlegar heimilunum nema síður sé. Svona afbakanir eins og koma fram í yfirskrift viðhangandi fréttar og orðum þingmannsins eru hins vegar skaðlegar vitrænni umræðu og til þess eins fallnar að róta upp moldviðri.

 


mbl.is Segir loforð Framsóknar skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Kristinn, hér er mín sýn á þetta mál:

 

Loforð Framsóknar eru ekki skaðleg, heldur nauðsynleg hagsmunamál Íslands

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 11.4.2013 kl. 12:30

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Loftur: Það virðist hryggilegur sannleikur í þessum orðum þínum: “Gegn þessum hugmyndum hafa afturhaldsamir stjórnmálaflokkar ákveðið að berjast, enda er hagur heimilanna ekki á þeirra stefnuskrá”, þ.e. réttsýnum og nauðsynlegum hugmyndum Framsóknarflokksins um að koma til móts við heimilin vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána.

Það er erfitt að átta sig á því hvaða hlutverk umrædd þverpólitíska nefnd ætlar sér og hvað hún meinar nákvæmlega með tali sínum um “heildarlausn” þar sem hún nefnir hvorki aðgerðir né tímapunkta í því sambandi og talar í gátum í véfréttastíl, líkt og seðlabankastjóri þegar hann er að tala um væntingar sínar um þróun verðbólgu og stýrivaxtaákvarðana.

Um glórulausan “þvættinginn” í umræddum þingmanni VG þarf ekki að fjölyrða.

Kristinn Snævar Jónsson, 12.4.2013 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband